Handboltasnillingurinn Aron Pálmarsson, kom í heomsókn til þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni á 433.is.
Aron sneri heim í FH í fyrra eftir stórkostlegan feril í atvinnumennsku, og auðvitað varð FH Íslandsmeistari með kappann innanborðs.
Eitt af því sem Aron hefur þurft að venjast eftir komuna heim er að æfa seinnipart dags en ekki á morgnanna, líkt og hann var vanur í atvinnumennskunni:
„Það er bara ömurlegt. Maður finnur sér alltaf eitthvað að gera en burtséð frá því er bara himinn og haf á milli þess að æfa seinni partinn eða að morgni. Við erum ekkert nema vaninn. Í Barcelona byrjaði þjálfarinn einu sinni að æfa klukkan 11 og það varð bara allt vitlaust. Við töluðum við hann og báðum um að æfa 10, þetta var bara allt of seint. Hann hélt kannski bara að við vildum sofa aðeins lengur en nei, nei,“ sagði Aron.