Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Ása Dóra er 49 ára og komin 19 vikur á leið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ása Dóra Finnbogadóttir er 49 ára gömul verðandi móðir, en hún er komin 19 vikur á leið. Fyrir 20 árum síðan missti Ása Dóra fóstur, gengin sjö mánuði á leið.

Hefur hana lengi dreymt um að verða móðir og hefur gert nokkrar tilraunir til þess að verða ófrísk og var orðin opin fyrir því að ættleiða barn.

Í vor hélt Ása Dóra hinsvegar til Riga í Lettlandi til að fara í glasafrjóvgun. Ástæðan fyrir því að hún fór til Lettlands er sú að hér á landi er uppsetning á fósturvísum ekki leyfileg nema til 49 ára aldurs, en í Lettlandi er miðað við 55 ár og jafnvel meira ef konan er hraust.

„Ég hvet konur til að gefa egg eða að skoða það að gefa egg. Listinn sem ég var á hér heima mjakaðist varla en ég var á honum í eitt og hálft ár og var ennþá númer 28 þegar ég varð loksins nógu létt til að mega fara í meðferð – en þá var það of seint þar sem ég hefði aldrei náð að fá egg fyrir afmælisdaginn minn, 18. júní í sumar.“

Hún segir að meðgangan hafi gengið vel. „Ég er búin að vera mjög hraust fyrir utan að ég svaf mikið í nokkrar vikur og er núna fyrst að hressast og ég hef varla fundið fyrir ógleði. Ég hef hins vegar lést út af magaermisaðgerðinni sem þykir ekki vera æskilegt á meðgöngu. Svo þarf ég að passa upp á blóðsykurinn en ég fékk meðgöngusykursýki síðast.“

Ása Dóra hefur gengið í gegnum mörg áföll á lífsleiðinni, en segist vera afar hamingjusöm í dag.

- Auglýsing -

„Það er allt búið að ganga upp sem mig langaði til að gerðist; nema kannski að eignast nýjan mann. Ég er ennþá ein. En ég er líka slök gagnvart því og held að hann birtist þegar minnst varir. Mér líður miklu betur með sjálfri mér heldur en ég hef gert hingað til þegar ég hef verið einhleyp – er sannarlega hamingjusöm, enda hef ég mikils að hlakka til þegar ég fæ dóttur mína í fangið.“

Ása Dóra er í Helgarviðtali Mannlífs; einlægt viðtal þar sem hún rekur raunir sínar, en segir jafnframt frá gleði og sigrum lífs síns.

Viðtalið má lesa í heild sinni hér eða í glugganum hér fyrir neðan:

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -