Laugardagur 28. janúar, 2023
3.1 C
Reykjavik

Ásdís er nýr bæjarstjóri í Kópavogi – Framsókn fær for­mann bæj­ar­ráðs en for­seta verður skipt

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Mannlífs innan Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi er það odd­viti Sjálf­stæðisflokksins í Kópa­vogi og fyrr­um aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, Ásdís Kristjáns­dótt­ir, sem verður næsti bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi; allt næsta kjör­tíma­bil.

Þetta er sam­kvæmt nýj­um mál­efna­samn­ingi Sjálf­stæðis­flokksins og Fram­sókn­arflokksins í Kópavogi; samningurinn verður undirritaður í dag samkvæmt öðrum áreiðanlegum heimildum Mannlífs innan Framsóknarflokksins í Kópavogi.

Ármann Kr. Ólafsson fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogs

Ásdís tekur við af Ármanni Kr. Ólafssyni, sem hefur setið í bæjarstjórn Kópavogsbæjar frá árinu 1998, og verið bæjarstjóri frá árinu 2012, en ákvað að láta gott heita nú og snúa sér að einhverju öðru eftir 24 ár í bæjarpólitíkinni í Kópavoginum.

Eins og kunnugt er hélt meiri­hluti Fram­sókn­ar­flokksins og Sjálf­stæðis­flokksins og í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um fyrr í mánuðinum; Framsóknarflokkurinnn jók fylgi sitt en Sjálf­stæðis­flokk­urinn missti einn mann.

Þessi tíðindi; að báðir þessir gömlu flokk­ar hefðu enn og aftur náð saman koma lítið á óvart og voru oddvitar flokkanna tveggja fljótlega sam­mála um að áfram­hald­andi sam­starf væri málið.

Hins vegar voru það margir sem voru meira að pæla í því hvernig skipting í nefndir og ráð yrði – en aðallega þó: Hver verður næsti bæjarstjóri Kópavogs.

- Auglýsing -

Áttu margir von á því að kröfur Framsóknarflokksins yrðu meiri en fyrir fjórum árum, og sumir nefndu að Framsóknarflokkurinn ætti að fá bæjarstjórastólinn, vegna fylgisaukningar flokksins og því að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði bæjarfulltrúa.

En svo verður aldeilis ekki og staðan er ljós: Áðurnefnd Ásdís verður bæj­ar­stjóri og það út kjör­tíma­bilið.

Einnig segja báðir áðurnefndir heimildarmenn Mannlífs að embætti for­manns bæj­ar­ráðs falli Fram­sóknarflokknum í skaut; en embætti for­seta bæj­ar­stjórn­ar verður skipt á milli flokk­ana svo að hvor flokk­ur hafi það embætti á sinni könnu í tvö ár á kjör­tíma­bil­inu.

- Auglýsing -

en embætti for­seta bæj­ar­stjórn­ar verður skipt á milli flokk­ana svo að hvor flokk­ur hafi það embætti á sinni könnu í tvö ár á kjör­tíma­bil­inu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -