Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir syrgir vin sinn á Facebook-síðu sinni. Hún hefur verið með annan fótinn í Búlgaríu síðustu ár og býr þar nú. Vinur hennar er athafnamaður þar, Hristo Sirakov, og er hann nú fallinn frá.
Hún kallar hann Playboy-kónginn í færslunni en Sirakov virðist nokkuð þekktar þar ytra. „Ég kveð góðann og litríkan vin. Þetta var ávallt ævintýri, Búlgaría verður ekki söm án hins goðsagnakennda viðskiptamanns og Playboy-kóngs, Hristo Sirakov. Hvíldu í friði vinur. Ætli stelpurnar uppi hafi ekki viljað fá þig,“ skrifar Ásdís.
To a good friend and a great colourful personality I say good bye ❤️ with you it was always adventure, Bulgaria will…
Posted by Asdis Ran Gunnarsdottir on Þriðjudagur, 22. september 2020