Mánudagur 28. nóvember, 2022
1.1 C
Reykjavik

Ásgeir Jónsson hefur verið skipaður seðlabankastjóri

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur skipað dr. Ásgeir Jónsson í embætti seðlabankastjóra til næstu fimm ára.

Embætti seðlabankastjóra var auglýst laust til umsóknar hinn 20. febrúar sl. Umsóknir bárust frá 16 umsækjendum og drógu þrír umsækjendur umsókn sína síðar til baka. Alls voru umsækjendur því 13 talsins, ellefu karlar og tvær konur.

Hæfnisnefnd sem skipuð var samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands mat fjóra umsækjendur, þá Arnór Sighvatsson, Ásgeir Jónsson, Gylfa Magnússon og Jón Daníelsson, mjög vel hæfa til að gegna embættinu.

Forsætisráðherra boðaði alla þessa fjóra umsækjendur, auk þeirra fimm umsækjenda sem metnir höfðu verið vel hæfir, til viðtala þar sem lagðar voru fyrir þá spurningar í fjórum köflum: um reynslu þeirra og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum, breytingar á Seðlabankanum, verkefni Seðlabankans og stjórntæki og loks stöðu efnahagsmála og samspil við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins. Samtals voru lagðar 13 spurningar fyrir umsækjendur í 27 liðum. Í viðtölum við umsækjendur lagði ráðherra, auk þekkingar þeirra á framangreindum atriðum, jafnframt mat á persónubundna þætti umsækjenda, þar með talið stjórnunarhæfileika þeirra og hæfni í mannlegum samskiptum.

Það var mat ráðherra, að loknum viðtölum við umsækjendur og á grundvelli heildarmats á umsóknargögnum þeirra, að framangreindir fjórir umsækjendur, sem hæfnisnefndin hafði metið mjög vel hæfa, stæðu öðrum umsækjendum framar. Í kjölfarið hafði ráðuneytið samband við umsagnaraðila um hvern hinna fjögurra umsækjenda.

- Auglýsing -

Að lokinni þessari skoðun forsætisráðherra og að teknu tilliti til frammistöðu umsækjenda í viðtölum og efni umsagna um þá var það mat ráðherra að Ásgeir Jónsson væri hæfastur umsækjenda til að gegna embætti seðlabankastjóra, sbr. meðfylgjandi rökstuðning vegna skipunar í embætti seðlabankastjóra.

Frá stofnun Seðlabankans árið 1961 hafa 19 einstaklingar verið skipaðir seðlabankastjórar. Af þeim hafa níu lokið prófi í viðskipta- eða hagfræði, fjórir í lögfræði, einn í verkfræði en fimm höfðu ekki háskólamenntun. Af 19 seðlabankastjórum höfðu sjö verið þingmenn eða ráðherrar áður en þeir urðu seðlabankastjórar, fjórir verið bankastjórar í Landsbanka Íslands, þrír starfað innan Seðlabanka Íslands, þrír unnið í stjórnsýslu og tveir verið ráðgjafar í atvinnulífinu.

Ásgeir Jónsson lauk doktorsprófi í hagfræði frá Indiana University í Bandaríkjunum árið 2001 með alþjóðafjármál, peningamálahagfræði og hagsögu sem aðalsvið. Doktorsritgerð Ásgeirs fjallaði um sveiflujöfnun yfir skamman tíma í litlu, opnu hagkerfi. Ásgeir hefur starfað við hagfræðideild Háskóla Íslands frá árinu 2004, fyrst sem lektor og síðan dósent. Hann hefur verið deildarforseti við hagfræðideild frá árinu 2015. Samhliða störfum sínum við Háskóla Íslands hefur Ásgeir meðal annars verið efnahagsráðgjafi Virðingar og Gamma. Hann hefur gegnt öðrum ábyrgðarstörfum, meðal annars sem formaður starfshóps um endurskoðun peningastefnu og verið forstöðumaður í greiningardeild og aðalhagfræðingur Kaupþings og síðar Arion banka á árunum 2004–2011. Á árunum 2000–2004 var Ásgeir sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun og samhliða því stundakennari við Háskóla Íslands.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -