• Orðrómur

Ásgeir Þór var aðeins 46 ára: „Vá hvað ég finn mikið til í hjarta mínu og öllum líkamanum“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ásgeir Þór Ásgeirsson, húsgagnasmiður frá Akranesi, verður borinn til grafar í dag en hann var aðeins 46 ára gamall er hann lést. Hann varð bráðkvaddur þann 22. mars síðastliðinn.

Ásgeir Þór fæddist 13. febrúar 1975 á Akranesi. Á unglingsárum flutti hann með fjölskyldu sinni til Svíþjóðar og þaðan útskrifaðist hann sem húsgagnasmiður. Ásgeir starfaði að mestu við byggingaiðnað, bæði erlendis og hérlendis. Þá vann hann lengi hjá Norðuráli en undir það síðasta var hann í starfsendurhæfingu. Hann átti sex systkini: Þrjár systur og þrjá bræður. Síðastliðin ár bjó hann á Vesturgötu 111 á Akranesi ásamt sambýliskonu sinni Kristbjörgu Smáradóttur Hansen og hundunum Sísí og Gucci.

Rut Eiríksdóttir, systir Ásgeirs, minnist hans með hlýjum orðum í minningargrein í Morgunblaðinu. „Elsku Geiri bróðir, ég vil ekki trúa því að þú sért farinn og ég fái aldrei að hitta þig aftur. Í gegnum öll tárin hef ég líka brosað yfir öllum góðu minningunum. Ég dýrkaði þig og dáði og vildi alltaf vera með þér. Lífið var þér ekki alltaf auðvelt og þú týndir oft sjálfum þér en þú rataðir aftur á rétta braut. Það eru margar spurningar sem ég fæ aldrei svör við og það er svo sárt að vita að sálarangistin var svo mikil að þú sást ekki aðra leið, en minning um hjartahlýjan og góðan mann lifir í hjörtum allra sem þekktu þig. Hvíldu í friði elsku bróðir minn,“ segir Rut.

- Auglýsing -

Ríkey Jóna Eiríksdóttir ritar einnig falleg minningarorð um bróður sinn. „Síðustu dagar hafa verið í þoku og óraunverulegir. Stundum tel ég þetta allt vera draum og bráðum mun ég vakna og þú ert enn hér. En raunveruleikinn kippir mér niður á jörðina og minnir mig á að þú ert farinn. Vá hvað ég finn mikið til í hjarta mínu og öllum líkamanum, sem lýsir því hversu mikilvægur þú ert mér. Þú varst svo ótrúlegur klettur í lífi margra og besti vinur sem hugsast getur. Ég trúi því að þótt þú sért ekki lengur hér þá haldirðu áfram að vera verndarengillinn minn og passir upp á mig þar sem þú ert,“ segir Ríkey og bætir við:

„Þú passaðir svo ótrúlega vel upp á alla í kringum þig að þú gleymdir sjálfum þér. Ég vona að þú hafir vitað það hvað ég var stolt af því að vera litla systir þín því ég held ég hafi bara gert ráð fyrir að þú myndir alltaf vera hér. Ég trúi því að þér líði vel þar sem þú ert og þú sért umkringdur ástvinum sem þú hefur misst. Ég sakna þín svo sárt elsku Geiri og fráfall þitt skilur eftir sig stórt skarð í hjarta mér og allra sem þekktu þig.“

Útförin Ásgeirs Þórs fer fram í Akraneskirkju í dag klukkan 13 og verður henni streymt hér.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Snautlegasta framboðið

Sjálfstæðismenn hafda nú kynnt lista sinn í Norðvesturkjördæmi þar sem bændahöfðinginn og þingmaðurinn, Haraldur Benediktsson, situr í...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -