Mánudagur 16. september, 2024
5.8 C
Reykjavik

Áslaug Arna búin að ráða tvo aðstoðarmenn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áslaug Arna Sigurbjörndsdóttir dómsmálaráðherra er búin að ráða tvo aðstoðarmenn sér til halds og traust í ráðuneytinu, Eydísi Örnu Líndal og Hrein Loftsson. Kemur þetta fram á vef Stjórnarráðsins.

 

Eydís Arna lauk MA próf í lögfræði frá Háskóla Íslands 2016 en starfaði á lögmannsstofunni Lagaþingi frá árinu 2011, fyrst í hlutastarfi með námi, en síðar sem lögfræðingur. Hún hefur að undanförnu verið starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

Eydís Arna og Hreinn Loftsson.

Hreinn Loftsson lauk laganámi við Háskóla Íslands árið 1983 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti árið 1993. Hann á að baki fjölbreyttan feril í lögmennsku, atvinnulífi, stjórnsýslu og sem aðstoðarmaður ráðherra í nokkrum ráðuneytum frá árinu 1985 til 1992

Hann starfaði sem lögmaður fyrst á eigin stofu og síðan sem meðeigandi lögmannsstofunnar að Höfðabakka. Frá 2014 hefur hann starfað sjálfstætt. Hreinn var um tíma stjórnarformaður, útgefandi og einn eigenda Birtings. Hreinn hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, nefnda og félaga, auk starfs á vettvangi stjórnmála.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -