Miðvikudagur 7. desember, 2022
1.8 C
Reykjavik

Áslaug Arna: „Ekki hefur komið til endurgreiðslu á dagpeningum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson, segir það blasa við að ráðherrar hér á landi eru að fá ofgreidda dagpeninga; að almenningur tvígreiði til dæmis ferðir ráðherra til og frá flugvelli:

„Eina niðurstaðan miðað við fyrirliggjandi gögn er að verið sé að ofgreiða ráðherrum í gegnum dagpeninga – hvort ráðherrar greiði tekjuskatt af þeirri greiðslu er óljóst,“ skrifar Björn Leví á Facebook-síðu sinni.

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.

Hann lagði fram fyrirspurn til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem sinnir störfum háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem snýr að greiðslu dagpeninga til ráðherra.

Björn Leví leggur út af svörum ráðherra á Facebook-síðu sinni; honum þykja reglur um dagpeninga vegna ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna fela í sér atriði sem stinga mjög svo í stúf.

Björn Leví vitnar í svör við fyrirspurn sinni; hversu mörgum tilfellum ráðherra hafi verið ekið á flugvöll í bifreiðum ráðuneytis. Einnig, í hve mörgum tilfellum endurgreiddi ráðherra þann hluta dagpeninga sem ætlaður er til að standa undir þeim hluta ferðakostnaðarins?

Svörin eru þau að ekki hafi komið til endurgreiðslu á dagpeningum:

- Auglýsing -

„Ráðherra fær skutl í ráðherrabíl til og frá flugvöllum; sá kostnaður er ekki greiddur af dagpeningum ráðherra, heldur af ráðuneytinu sjálfu. Við erum sem sagt að tvíborga fyrir þessa ferð.“

Hann segir dagpeninga eigi að nota til að borga fyrir máltíðir. Og ef ráðherra fái fría máltíð beri honum að endurgreiða þennan hluta dagpeninga; ellegar beri að reikna þá sem hlunnindi og greiða tekjuskatt af þeim:

„Svar ráðherra: Ekki hefur komið til endurgreiðslu á dagpeningum.“

- Auglýsing -

Fram kemur í svari ráðherrans, Áslaugar Örnu, að ráðherra hafi farið í þrjár utanlandsferðir tengdar starfinu. Dagpeningagreiðslur vegna þeirra nemi 543 þúsund krónum fyrir hótelgistingu, fæði og annan kostnað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -