Föstudagur 19. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Áslaug Arna sögð ætla að senda Ólaf til Eyja

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dómsmálaráðherra hefur í hyggju að senda lögreglustjórann á Suðurnesjum til Vestmannaeyja, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

„Ég tjái mig ekki um það,“ segir Ólafur Helgi Kjartans­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesjum, í samtali við Fréttablaðið.

Blaðið hefur heimildir fyrir því að Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, dóms­mála­ráð­herra, hafi til­kynnt Ólafi að hann verði fluttur til em­bættis lög­reglunnar í Vest­manna­eyjum. Er Áslaug sögð að hafa sent Ólafi bréf þar sem fram kemur að flutningur hans til Eyja taki gildi um mánaðarmótin, að því gefnu að hann samþykki breytinguna. Í fréttinni segir að einfaldara geti verið fyrir ráðherra að gera starfslokasamning við Ólaf kjósi hann að hafna þessu. Eins og fyrr segir vill Ólafur ekki tjá sig um málið. Ás­laug Arna hefur ekki svarað fyrir­spurnum Frétta­blaðsins um málið.

RÚV greindi nýverið frá því að Áslaug Arna hefði á borði sínu kvartanir vegna framgöngu Ólafs í starfi. Tveir starfsmenn embættisins eru sagðir hafa leitað til trúnaðarmanns, sem bar erindi þeirra til ráðherrans í maí síðastliðnum.

Arn­dís Bára Ingi­mars­dóttir gegnir stöðu lög­reglu­stjórans í Vest­manna­eyjum tímabundið, eftir að Páley Berg­þórs­dóttir lét af em­bættinu í sumar þegar hún var skipuð lög­reglu­stjóri á Norður­landi eystra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -