Föstudagur 20. maí, 2022
12.8 C
Reykjavik

Áslaug Arna vill afléttingu takmarkana vegna Covid 19: „Það þurfa ekki að liggja fyrir gögn“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Vísinda-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, finnst óþarfi að bíða frekari gagna um þróun Covid 19; hún vill létta á samkomutakmörkunum.

Í vikunni sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna að hann hyggist ekki senda tillögur um breytingar á sóttvarnaaðgerðum til heilbrigðisráðherra fyrr en um næstu mánaðamót. Hér eru íslenskar gæsalappir

Ljóst er að hlutfallslega mun færri hafa þurft að leggjast inn á spítala af völdum omíkron-afbrigðisins, sem nú er ráðandi, en af fyrri afbrigðum veirunnar.

Áslaug Arna telur tímabært að ræða afléttingar á sóttvarnaaðgerðum:

„Við tökum stundum hraðar ákvarðanir til að herða og þá má líka taka hraðar ákvarðanir til að ganga til baka. Það þurfa ekki að liggja fyrir gögn og aukin gögn og bíða eftir þeim til þess að aflétta, heldur þurfa að vera gögn hverju sinni til þess að viðhalda takmörkunum áfram.“

Áslaug Arna telur að taka þurfi fullt tillit til íþyngjandi áhrifa sóttvarnaaðgerða á samfélag okkar:

- Auglýsing -

„Ef við værum takmarkalaust samfélag í dag og veiran með þessum tölum og þessari innlagnatíðni kæmi á íslenskt samfélag í dag, hefðum við lagaheimild til þess að ganga eins langt og við erum í takmörkunum í dag?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -