Miðvikudagur 29. mars, 2023
2.8 C
Reykjavik

Ásmundur Einar: „Reiknum með því að byggja 12-16 þúsund fermetra af verknámshúsum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Um 7 milljarða króna kostar það að stækka framhaldsskóla svo hægt sé að efla starfsnám. Byggja þyrfti 12 til 16 þúsund fermetra af húsnæði undir verknám.

Segir mennta- og barnamálaráðherra að ráðist verði í byggingaframkvæmdirnar á næstu 5 til 8 árum.

Vert er að benda á að nemar í starfs- og verknámi eru nú um það bil þrjátíu og fjögur prósent allra framhaldsskólanema.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, er á því að hlutfall verknámsnemenda aukist „upp í rúmlega 40% en þó erum við ekki búin að ná meðaltali Norðurlandanna. Þetta þýðir að starfsnemum mun fjölga um 1500-1800 en á sama tíma bæði vegna lýðfræðilegrar þróunar og þessarar þróunar mun nemum í bóknámi fækka um 2500. Þetta kallar á talsverðar breytingar á framhaldsskólakerfinu okkar. Við reiknum með því að þurfa að byggja 12-16 þúsund fermetra af verknámshúsum,“ segir Ásmundur í samtali við  ruv.is.

Kemur fram að stofnkostnaðurinn við uppbygginguna sé 6,6 sex milljarðar króna; greiðir ríkið 4 milljarða en sveitarfélög 2,6.

Inni í þessu dæmi er ekki húsakostur Tækniskólans; en hann er einkarekinn.

- Auglýsing -

Í upplýsingum ráðuneytis Ásmundar Einars kemur fram að rekstur framhaldsskóla án húsaleigu verður um milljarði króna dýrari eftir fimm ár.

„Núna í framhaldinu erum við að fara í vinnu við það að reikna hvernig við náum fram hagræðingu í þessu bóknámshúsi samhliða því að setja þessa áætlun af stað um byggingu við alla verknámsskóla landsins á næstu 5-8 árum,“ segir Ásmundur Einar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -