Miðvikudagur 24. maí, 2023
7.1 C
Reykjavik

Ásmundur ræður sér ekki fyrir kæti né gleði: „Til hamingju Katrín og Kolbrún. Til hamingju Ísland“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Alþingismaðurinn Ásmundur Friðriksson er stoltur maður; stoltur af kvenkosti þjóðarinnar í stjórnmálalífinu hér á landi.

Segir umbúðalaust:

„Til hamingju Ísland með okkar konur. Ég er afar stoltur af framgöngu Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttir Reykfjörð utanríkisráðherra á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík.

Ég geri ekki ráð fyrir því að aðrar þjóðir hafi flaggað tveimur ungum konum í forystu landa sinna á þessum heimsviðburði til að tryggja frið. Framganga þeirra og málefnalegt framlag Íslendinga finnst mér til fyrirmyndar. Þó ég hafi ekki náð að heyra hvert orð sem hrökk af vörum þeirra.“

Hann nefnir að „starfsmenn ráðuneyta, lögregla, Landhelgisgæslan og allir aðrir sem báru ábyrgð á þessum fundi gerðu ótrúlega vel. Til hamingju Ísland. Þá virðist sem snilldar skipulag fundarins og fumlaus gæsla og öryggisráðstafanir hafi vakið athygli og traust á stjórnvöldum og þeim sem báru hita og þunga af undirbúningi fundarins.

- Auglýsing -

Ég átti erindi um lokuð svæði vegna vinnu minnar og kurteisislegt viðmót og afslappað var eftirtektarvert hjá lögreglu og þeim sem gættu öryggis. Það var einkennilegt að koma til vinnu með lögreglubíla og blikkljós við gatnamót, þyrlur á sveimi og vopnaða lögreglumenn. En þetta er tíminn sem við lifum í og við sinntum skyldum okkar af reisn.“

Segir að lokum:

„Ef rétt er að yfir 5000 fréttir hafi verið fluttar af fundinum sem um leið hafa vakið athygli á Íslandi er auglýsingagildi margfalt kostnaði við fundinn, ímynda ég mér. Það er afrek að þjóð eins og við Íslendingar ráðum við verkefni af þessari stærðargráðu sem stórþjóðum með her finnst ærin fyrirhöfn. Til hamingju Katrín og Kolbrún. Til hamingju Ísland.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -