2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Ástæðan fyrir að Sólrún Diego hætti að deila innkaupalistanum með fylgjendum sínum

Sólrún Diego er hætt að deila matarinnkaupalistanum með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum.

 

Snapparinn og þrifdrottningin Sólrún Diego deildi ávallt innkaupalistanum fyrir hverja viku með fylgjendum sínum á Instagram. En Sólrún hefur tekið ákvörðun um að hætta að deila matarinnkaupalistanum með fylgjendum sínum af nokkrum ástæðum. Hún taldi ástæðurnar upp á Instagram í gær.

Ástæðan fyrir að Sólrún hætti að deila innkaupalistunum með þeim 36,9 þúsundum einstaklingum sem fylgja henni á Instagram er afskiptasemi fólks að hennar sögn.

Sólrún lýsir því hvernig fólk hikaði ekki við að skipta sér að því sem hún var að kaupa. Ókunnugt fólk stoppaði hana jafnvel úti í búð til að spyrja hana út í innkaupin. Eins sagði Sólrún frá því að margt fólk sá ekkert athugavert við að koma upp að henni þegar hún var að kaupa sér skyndibita og spyrja nánar út í það.

AUGLÝSING


Að hennar sögn varð þetta til þess að henni þótti óþægilegt að fara í búðina. . „…of mikil afskiptasemi getur verið yfirþyrmandi,” skrifaði Sólrún svo að lokum.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is