Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Ástríðuglæpur á Egilsstöðum – Börn voru á staðnum þegar sjómaður var skotinn af lögreglu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skotárásin á Egilsstöðum í gærkvöldi tengdist ástarmálum. Byssumaðurinn æddi inn á heimili fyrrverandi eiginmanns kærustu sinnar, vopnaður kröftugum loftriffli. Börn voru á heimilinu.

Lögreglan á Austurlandi skaut manninn við íbúðarhús á Egilsstöðum í gærkvöld. Maðurinn var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur en ekki er vitað um líðan hans.

Mannlíf hefur heimildir fyrir því að byssumaðurinn á Egilsstöðum í gærkvöldi, hafi farið inn á heimili fyrrverandi eiginmanns kærustu sinnar, í þeim tilgangi að skjóta hann. Börn kærustu hans voru á heimilinu.

Maðurinn er rúmlega fertugur sjómaður og ekki þekktur fyrir ofbeldi. Hefur hann verið í ástarsambandi við kærustu sína í rúmt ár en heimildir Mannlífs herma að lögreglan hafi verið kölluð á heimili þeirra fyrr í sumar. Maðurinn hefur í gegnum tíðina verið mikill áhugamaður um byssur og átt fjölmörg skotvopn.

Atvikið átti sér stað laust fyrir klukkan 11 í gærkvöld. Hafði lögreglan verið kölluð til eftir að skothvellir heyrðust í götunni. Samkvæmt heimildum Mannlífs, skiptist lögreglan á skotum við manninn eftir að hafa ítrekað skipað honum að leggja frá sér byssunni. Því hlýddi maðurinn ekki og því var hann skotinn. Stóð umsátursástand yfir í um hálftíma.

Maðurinn hafði gengið berserksgang í efstu götu Egilsstaða, Dalseli og skotið úr öflugum loftriffli á nokkur hús í götunni. Íbúi eins hússins var staddur í bílskúrnum þegar hann heyrir hvelli fyrir utan og fór að athuga málið. Sá hann þá að búið var að sundurskjóta rúður í húsi hans. Lögreglan hafi beðið manninn um að leggja niður vopn sem hann varð ekki við og því hafi lögreglan skotið hann í kviðinn. Sá vitnið blóð leka niður götuna. Var maðurinn á lífi er hann var fluttur með sjúkraflugi.

- Auglýsing -

Sambýliskona skotmannsins hafði samband við blaðamann Mannlífs og gerði athugasemd við orðalag í fréttinni, að kalla sambandið nokkuð stormasamt og hefur það verið fjarlægt og konan beðin afsökunar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -