Þriðjudagur 19. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Átakanleg #MeToo saga Lenu: „Þessi maður hefur tekið svo mikið af mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ef mín saga getur hjálpað einhverjum þá er markmiðinu náð,“ segir Lena, notandi á Twitter og merkir færslu sína með myllumerkinu #MeToo og sagði átakanlega sögu sína af kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir.

„Mér var nauðgað á þjóðhátíð. Ég fór ein að pissa. Gat ekki vitað að þetta væri það sem hann ætlaði sér. Mölbrotin, í rifnum gallabuxum með blæðandi klof laug ég að hafa dottið og væri byrjuð á túr.

Ekki vildi ég skemma mannorðið, hvað þá ferilinn,“ segir Lena.

Eftir að ný #metoo-bylgja leit dagsins ljós í síðustu viku hefur mikill fjöldi fólks stigið fram með sínar sögur af ofbeldi. Konur eru í áberandi meirihluta þeirra sem stíga fram en þó hafa einnig karlmenn og fólk af öðrum kynjum sagt sína sögu. Gerendur í sögunum sem um ræðir eru þó í flestum tilfellum karlmenn.

Margir hafa hrósað Lenu fyrir færslu hennar og sýnt henni mikinn stuðning. Kemur einnig fram í sögunni að vinur geranda hafi náð atvikinu á myndbandsupptöku. Lena segir:

„Ég man ennþá hvernig gæslumaðurinn sem lýsti vasaljósi inn í tjaldið lítur út. Hann spurði hvort það væri allt í góðu en ég beið ekki eftir orðum né viðbrögðum. Af hverju kom hann? Var einhver sem sagði frá? Sá hann eitthvað? Þekkti hann manninn? Hann labbaði út aftur. Ég var alltaf á varðbergi og treysti mér ekki í aðstæður vitandi af honum þar.

- Auglýsing -

Þessi maður hefur tekið svo mikið af mér, þar á meðal traust, virðingu og sjálfstraust, en veit hann það yfirhöfuð?

Eftir marga sálfræðitíma, alltof marga þúsundkalla og alls konar hindranir þá er ég loks á réttri leið og get leyft mér að treysta öðrum. Ég skammast mín mjög fyrir þessa skoðun en lesandi allar þessar sögur þá er smá partur af mér sem hugsar: „Þetta er ekki ofbeldi.“ Það er innilega ekki því ég trúi ekki þolanda, ég trúi, alltaf. Hef hrunið aftur í jörðina síðustu daga en ég mun ekki láta það stoppa mig og stend upp fyrir sjálfum mér og öllum sem hafa lent í ofbeldi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -