2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Áþreifanlegur kynþokki í röddinni

Söngkonan Brynja Valdimarsdóttir segist fíla tónlist í rólegri kantinum. Síðustu ár segist hún aðallega hafa hlustað á nútímajazz í anda Esperönzu Spalding og Marcus Miller. En á hvað hlustar hún helst um helgar?

 

Föstudagur

„Þessa dagana nota ég helgartónlistina til að gíra mig niður eftir vikuna, reyndar hef ég alltaf gert það síðan á háskólaárunum. Föstudagana byrja ég á Sade og ég hlustaði oft á plötuna Diamond Life; 80’s plötu með hittara eins og Smooth Operator og Your Love is King. „Signature“ rödd Sade nær að róa taugarnar, kynþokkinn í tónlistinni hennar og röddinni er áþreifanlegur.“

Laugardagur

AUGLÝSING


„Sama má segja um Lenny Kravitz, kynþokkinn er yfirgnæfandi hjá honum og kemur það bæði fram í stílnum, röddinni og lögunum. Laugardagarnir eru Lenny-dagar og setti ég ófáum sinnum plötuna Lenny sem var gefin út 2001 á fóninn. Fjölhæfni Lenny’s á tónlistarsviðinu fangaði hjartað mitt, It ain’t over till it’s over, Fly away, Stillness of heart og fleiri lög sýna að hann spannar allan skalann. Melódísku gítarsólóin bæta töfrum á réttum stöðum sem framkalla gæsahúð.“

Sunnudagur

„Ég lýk helginni með söngkonunni Gretchen Parlato. Platan The Lost and found sem var gefin út 2011 er í sérstöku uppáhaldi. Platan inniheldur nýja útsetningu af laginu Holding back the years (Simply Red) og er sett í „modern“ jazzstíl. Röddin hennar er blíð og silkimjúk eins og dúnn. Platan inniheldur líka lög á borð við How we love þar sem Taylor Eigsti, píanó/hljómborðsleikari, fer á kostum í sólóinu, mjög melódískt, eitthvað sem maður getur hlustað á aftur og aftur. Platan er útsett af tónlistarmanninum Robert Glasper, hann er frábær útsetjari og lögunum nýtt líf. Ég er mikill jazzunnandi og þar gefur „modern“ jazz ekkert eftir, þar koma tónlistarkonurnar Gretchen Parlato og Esperanza Spalding sterkar inn.“

Umsjón / Roald Eyvindsson
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is