2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Atli Eðvaldsson látinn eftir harða baráttu við krabbamein

Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og landsliðsþjálfari í fótbolta er látinn, 62 ára að aldri.

Atli greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli og ræddi hann veikindi sín við fjölmiðla. Þegar hann greindist vildu læknar setja hann á hefðbundinn krabbameinslyf, en Atli kaus að fara óhefðbundnar leiðir og prófaði sig áfram með náttúrulyf.

Í viðtali við Heimi Karlsson á Bylgjunni í fyrra sagði Atli að erfiðast hefði verið að segja sínum nánustu frá veikindunum og hann ætlaði sínar eigin leiðir til að glíma við þau. Allir hefðu þó virt þá ákvörðun hans.

„Þegar maður­inn með ljá­inn kem­ur ætla ég ekki að lúta höfði, ég ætla að fara beint í and­litið á hon­um.“

Mannlíf vottar ástvinum Atla samúð vegna fráfalls hans.

AUGLÝSING


 

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is