Sunnudagur 8. september, 2024
7.4 C
Reykjavik

Atli Fannar: „Það sem er óhuggulegt er að fylgjast með fólki níðast á þessari konu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólympíuleikarnir í París eru nú á fullu stími.

Segja má að boxbardaginn á milli Imane Khelif og Angelu Carini hafi vakið mikla athygli og hér er vægt að orði komist.

Imane Khelif.

Samkvæmt DV virðast margir sem hata transfólk hafa notað tækifærið til að lýsa skoðun sinni án þess að kynna sér málið vel:

Atli Fannar Bjarkason.

„Það sem er óhuggulegt er að fylgjast með fólki níðast á þessari konu,“ sagði Atli Fannar Bjarkason, verkefnastjóri vefútgáfu og samfélagsmiðla á RÚV.

Angela Carini gafst upp eftir að Imane Khelif hafði kýlt hana einu sinni; sagði hún að ómögulegt væri að halda áfram.

- Auglýsing -

Í kjölfarið stukku margir yfirlýstir hatursmenn transfólks á vagninn hatursins; til dæmis rithöfundurinn J.K. Rowling; sem hefur gagnrýnt skipuleggjendur ólympíuleikana.

Imane Kherlif er hins vegar eigi transkona; hún fæddist sem stúlka með ódæmigerðan fjölda af xy litningum:

„Imane Khelif er kona. Hún hefur barist við aðrar konur alla tíð og hefur tapað fyrir fullt af konum. Hún tók þátt í Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020 og komst ekki einu sinni á pall,“ sagði áðurnefndur Atli Fannar og bætti við:

- Auglýsing -

„Fyrri andstæðingar og þau sem vita eitthvað um box segja að hún sé góður boxari en ekkert sérstaklega höggþung. Hún ku hins vegar vera á intersex rófinu (með svokallað DSD; disorder of sex development). Sé ekki hvernig það hefur veitt henni einhvers konar forskot, m.v. brokkgengan ferilinn.“

Sigmar Guðmundsson.

Undir orð Atla Fannars tekur Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrum sjónvarðsmaður:

„Það er algerlega ömurlegt að lesa sum kommentin. Fólk nennir ekki að lesa sér til heldur ryðst fram með sleggjudómana og fullyrðingar sem eru auðhraktar. Heldur svo áfram þrátt fyrir leiðréttingar,“ sagði hann og bætti við:

Angelu Carini.

„Sumt sem sagt er um hana er bara pjúra mannvonska og ekkert annað. Andstæðingur hennar í hringnum síðast á talsverða sök á þessu fári miðað við lýsingarnar.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -