Miðvikudagur 30. nóvember, 2022
9.8 C
Reykjavik

Atvinnuleysi tvöfaldaðist milli ára

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sam­kvæmt árstíðaleiðrétt­ingu Hag­stofu Íslands var atvinnuleysi í maí 4,7%. Það eru um 10 þúsund manns. Atvinnuþáttaka var þá 81,1% sem er 1,3% lægra en í apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar.

„Samkvæmt óleiðréttum mælingum voru að jafnaði 210.200 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í maí 2019,” segir í tilkynningunni. „Af vinnuaflinu reyndust 197.500 vera starfandi og 12.700 án vinnu og í atvinnuleit.” Hlutfall starfandi var því 77,4% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 6,1%.

At­vinnu­laus­ir í maí 2018 voru um 6.200 manns eða 3% af vinnuaflinu. Það er tvöföldun á milli ára. Alls voru 44.900 utan vinnu­markaðar í maí 2019 en höfðu verið 42.700 í maí 2018.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -