Föstudagur 1. desember, 2023
0.1 C
Reykjavik

Auðmaður bjargar málum í kvennaverkfalli: Frægðarmenni fylla í skörð verkfallskvenna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Auðmaðurinn Haraldur Þorleifsson ætlar að bjarga málum í kvennaverkfallinu á morgun með því að fá karla til að þjóna til borðs á veitingastað sínum, Önnu Jónu, á meðan kvennaverkfallið gengur yfir á morgun. Haraldur hefur gefið sínum konum frí en bjargaði málum með þeim hætti sem visir.is greinir frá.„Til að hjálpa til að þjóna góðum konum og kvám ætlum við að fá til okkar nokkra vanhæfa gestaþjóna,“ segir hann.

Ýmis frægðarmenni hafa boðist til að leggja hönd á plóg og þjóna jöfnum höndum konum sem kvám. Þeirra á meðal eru Ari Eldjárn, Sigurður Guðmundsson, Unnsteinn Manuel, Sigtryggur Baldursson, Bragi Valdimar Skúlason, Gunnar Hansson, Jón Gnarr og Högni Egilsson.

Einfaldaður brönsmatseðill verður í boði yfir daginn, þar með talið egg og beikon, heimabakað brauð og kjúklingur og vöfflur. Allar konur og kvár fái 21 prósent afslátt þann dag í samræmi við launamismun kynjanna.

Mikil stemmning er fyrir kvennaverkfallinu og ætla flest fyrirtæki að  gefa starfskonum frí án þess að skerða laun. Undantekningar eru frá þessu. Þeirra á meðal er Samherji sem ekki telur sjálfsagt að konur fá launað leyfi. Þá hafa Samtök atvinnulífsins sett sig á móti því að konur fá laun í sólarhring. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri hefur ypplýst að hún muni ekki leggja niður störf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -