Föstudagur 26. nóvember, 2021
-2.3 C
Reykjavik

Auðunn missir vinnuna vegna ásakana um kynferðisglæpi

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Auðunn Lúthersson, betur þekktur undir listamannsnafninu Auður, tekur ekki þátt í uppsetningu Rómeó og Júlíu fyrir Þjóðleikhúsið næsta vetur. Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri staðfesti þær fregnir í samtali við Vísi nú í dag.

Auður sakaður um siðleysi og tvískinnung: Meint ofbeldi hans til skoðunar hjá Þjóðleikhúsinu

Mannlíf greindi frá því í gær að Auðunn hefði verið ráðinn sem verktaki hjá leikhúsinu til að annast hljóðheim uppsetningar á einu frægasta leikriti Shakespeare en eins og fram kom í frétt gærdagsins sagði Jón Þ. Kristjánsson, forstöðumaður samskipta Þjóðleikhússins að mál Auðuns væri komið á borð hjá stjórnendum leikhússins. Úrskurður stjórnar liggur nú fyrir og Auðni verður vísað frá verkinu.

Auður fær ekki að spila með Bubba í Hörpu


Ákvörðun leikhússtjóra fylgir rakleiðis á hæla yfirlýsingu Bubba Morthens sem greindi frá því á Twitter reikning sínum í gærkvöldi að tónlistarmaðurinn Auður yrði ekki meðal þeirra sem myndu stíga á svið með Bubba í Hörpu síðar í júní. Þá hefur UN Women fjarlægt allt markaðsefni með Auði í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi, en Auður kom fram í auglýsingu fyrir herferðina Fokk ofbeldi ásamt því sem tónlistarmaðurinn hélt styrktartónleiak fyrir Ljósagöngu UN Women árið 2019. Efnið sem um ræðir hefur verið fjarlægt af samfélagsmiðlum en í viðtali við Nútímann sem birt var árið 2019 sagði Auður meðal annars að hann hefði þrívegis starfað fyrir UN Women að sumarlagi auk þess sem tónlistarmaðurinn vann sem sjálfboðaliði við fáein verkefni fyrir samtökin.

Auður viðurkennir að hafa farið yfir mörk: „Blindur á hvernig ég var hluti af vandanum“

- Auglýsing -

Sjáfur sendi Auðunn út yfirlýsingu í gær þar sem tónlistarmaðurinn sagðist meðal annars hafa farið yfir mörk konu en axlað ábyrgð með þeim hætti sem honum væri unnt og að ötul sjálfsvinna lægi beint við á næstu mánuðum. Yfirlýsingin hefur vakið einstaklega hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -