Miðvikudagur 6. desember, 2023
0.1 C
Reykjavik

Auður gerir upp róstusamt lífshlaup sitt: „Það var mikið and­legt og lík­am­legt of­beldi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Auður Vil­hjálms­dótt­ir – 37 ára, tveggja barna móðir úr Breiðholti – er nýj­asti gestur hlaðvarps­ins Sterk sam­an.

Auður var mjög ung þegar hún byrjaði í neyslu; flúði slæma líðan sína og heim­ilisaðstæður, en hún var ekki nema 13 ára þegar hún drakk sig dauðadrukkna og endaði æl­andi í minnisleysi; þó fann hún samt sem áður að þetta vildi hún gera aft­ur og það sem sem fyrst.

Kemur fram í spjallinu að for­eldr­ar Auðar voru mjög ung þegar þau áttu hana; móðir henn­ar var orðin þriggja barna móðir aðeins 21 árs gömul:

„Ég veit að þau gerðu sitt besta, en það var al­gjör heragi hjá pabba, mikið and­legt of­beldi og líka lík­am­legt.“

Auði gekk ekki vel í skóla og var hljóðlátt barn sem lítið fór fyr­ir:

„Ég ákvað þegar ég varð ung­ling­ur að láta ekki ganga yfir mig leng­ur og fór í upp­reisn. Það var alltaf allt brjálað heima þar til mér var hent út, 14 ára gam­alli.“

- Auglýsing -

Auður leitaði þá á náðir Rauða kross­ins eft­ir að hafa gist hjá vin­konu, en ef það stóð illa á þar þurfti hún að sofa úti, eða þá í gr­en­um þar sem fólk í harðri neyslu hélt til.

Auður var nítján ára þegar hún fór í sína fyrstu meðferð eft­ir nokk­ur stór áföll; en á þeim tíma vissi hún ekkert hvað meðferð var, en það hljómaði vel að vera ör­ugg; sofa í rúmi og fá að borða reglulega. Auður fór í þrjár meðferðir á stutt­um tíma og seg­ir frá því að pabbi henn­ar hafi komið til henn­ar stuttu áður en hún fór í fyrstu meðferðina; þá hafði hún ekki talað við for­eldra sína í langan tíma:

„Hann sagði að þau, mamma og pabbi, vildu vita af mér og ég upp­lifði að ein­hverj­um þætti vænt um mig eða að þau væru ekki búin að gleyma mér,“ seg­ir hún.

- Auglýsing -

Auður hef­ur verið í bata frá vímu­efna­vanda í ein 15 ár og seg­ist eiga Dyngj­unni (áfangaheimili fyrir konur, skipulagt að þörfum þeirra sem eru að koma úr áfengis og vímuefnameðferð, þeim veittur allur stuðningur til að takast á við heilbrigt líferni sem tók til starfa árið 1988 og hefur starfað óslitið síðan) mikið að þakka.

Í Dyngjunni bjó Auður í tvö ár; sem lögðu grunninn að því lífi sem hún lif­ir í dag:

„Ég var alltaf ein með strák­un­um og þeir pössuðu mig en samt brutu þeir auðvitað oft á mér líka. Ég hélt samt að ég gæti aldrei eign­ast vin­kon­ur, en í Dyngj­unni kynnt­ist ég dá­sam­leg­um stelp­um og eignaðist vin­kon­ur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -