„Auðvitað er þetta æðislega gaman“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Breskir framleiðendur vinna nú að gerð sjónvarpsþáttaraðar sem byggir á íslensku skáldsögunni Refurinn eftir Sólveigu Pálsdóttur. Þættirnir verða teknir upp hérlendis og er verið að skoða leikara í helstu hlutverk.

 

„Ég reyni nú að halda mér á jörðinni en auðvitað er þetta æðislega gaman. Ég neita því ekki,“ segir Sólveig þegar hún er spurð hvernig henni líði með þau tíðindi að gera eigi sjónvarpsþætti upp úr bók hennar.

Stór nöfn í kvikmyndaheiminum koma að gerð þáttanna. Framleiðandinn Nicky Bentham hjá Neon Films kemur þannig að verkefninu en hún hefur unnið að verkefnum sem hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga. Má þar nefna Taking Liberties sem tilnefnd var til BAFTA-verðlauna og kvikmyndina Moon með Sam Rockwell og Kevin Spacey í aðalhlutverkum sem fékk BAFTA-verðlaun og verðlaun sem besta kvikmyndin á British Independant Film Awards. Tina Gharavi hjá Bridge & Tunnel er annar framleiðandi, en hún hefur hefur verið tilnefnd til BAFTA-verðlauna og til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni og var sú sem hafði fyrst samband við Sólveigu og var áhugasöm að gera seríu upp úr bókinni.

„Til að gera langa sögu stutta hafði Tina verið að leita að áhugaverðri skandinavískri sögu með alþjóðlega skírskotun þegar hún frétti af bókinni minni í gegnum sameiginlega kunningjakonu okkar í Englandi,“ segir Sólveig. „Eftir nokkra Skype-fundi þar sem ég útskýrði allt verkið fyrir henni, þar sem aðeins hluti þess hefur verið þýddur yfir á ensku, var hún orðin alveg heilluð af sögunni. Áður en ég vissi af hafði hún fengið annan framleiðanda, Nicky Bentham, til liðs við sig, og þær settu saman vinnnustofu með sex kvikmyndahandritshöfundum sem unnu massívt í viku í London að útlínum sex þátta í júní í fyrra. Afraksturinm var það spennandi að ég skrifaði undir bindandi samning og í vor komu þau hingað til lands að skoða tökustaði á Austurlandi. Með hliðsjón af því hvað það getur tekið langan tíma að gera kvikmynd eða þætti upp úr bók eða handriti, hefur þetta í raun gengið ótrúlega hratt fyrir sig.

Íslendingar í flestum hlutverkum

Sólveig segir að samstarfið við framleiðendurna hafi verið með miklum ágætum. Hún tekur fram að hún komi reyndar ekki að sjálfum handritaskrifunum en hún hafi hins vegar ýmislegt um þau að segja. „Framleiðendurnir eru með handritshöfunda á sínum snærum,“ útskýrir hún. „Þeir senda mér alltaf drög að hverjum þætti sem ég les yfir og þannig get ég komið á framfæri athugasemdum, það er að segja ef ég hef einhverjar. Þetta hefur bara gengið eins og í sögu hingað til. Skipulagið hefur verið hundrað prósent.“

„Eftir nokkra Skype-fundi þar sem ég útskýrði allt verkið fyrir henni … þá var hún orðin alveg heilluð af sögunni.“

En er ekkert skrítið að einhverjir aðrir skuli vera að krukka í þínu sköpunarverki? „Ja, ég hef nú grunn úr leiklist þannig að ég hef góðan skilning á hvað felst í því að koma verki úr einu formi í annað. En jú, jú, ég viðurkenni að á tímabili var ég pínku stressuð yfir því að bresku framleiðendurnir hefðu ekki nægilegan skilning á þessu séríslenska umhverfi sem sagan gerist í. Sem betur fer áttaði ég mig hins vegar fljótlega á því að hún Tina skilur kjarnann í verkinu. Það hjálpaði. Og þegar ég fékk seinna að vita að Íslendingar kæmu að framleiðslunni og að íslenska yrði mestmegnis töluð í þáttunum varð ég alveg róleg.“

Verða þá flestir leikararnir íslenskir? „Já, allir leikarar nema einn. Það er nefnilega búið að skrifa nýja persónu inn í söguna, breska lögreglukonu á eftirlaunum sem sest tímabundið að á Höfn. Framleiðendurnir báru karakterinn undir mig og þær leikkonur sem koma til greina og mér líst mjög vel á hana,“ segir Sólveig. Hún fæst hins vegar ekki til að segja frá því um hvaða leikara ræðir. Segir of snemmt að gefa það upp.

En liggur eitthvað fyrir hvenær þættirnir verða sýndir? „Nei, ekki í bili. Verkefnið er ekki komið það langt á veg.“

 

 

 

 

 

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Hannes og Karen Ósk nýtt par

Hann­es Stein­dórs­son, fast­eigna­sali og einn eigenda Lind fast­eigna­sölu og Karen Ósk Þorsteinsdóttir, flugfreyja og naglasérfræðingur, eru nýtt...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -