• Orðrómur

Auglýst eftir ofvirkum í jarðvinnu: „Senda ADHD greiningu með atvinnuumsókn“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Okkur er alvara og á þeirri skoðun að þetta er besta fólkið,“ svarar Gísli Elí Guðnason, eigandi Hellulist í Mosfellsbæ og ábyrgðarmaður einkar skemmtilegrar atvinnuauglýsingar sem nú blasir við á starfatorginu Albert. Fyrirtækið sérhæfir sig í jarðvinnu, hellulögn og yfirborðsfrágangi og auglýsti nú í vor eftir verkamanni í ýmis störf tengd jarðvinnu.

Athygli vekur að einstaklingar með ADHD eru hvattir til að sækja um starfið og segir Gísli ekki nema von, starfið sé fjölbreytt og feli í sér talsvert mikla ferð og athafnir. „Ég er nú búinn að vera í þessum bransa í tuttugu ár, en þetta er svo rosalega fjölbreytt starf. Sú fjölbreytni hentar mjög vel mönnum sem eru með ADHD“.

Ofvirkir, að sögn Gísla Elí, eru oft besta starfsfólkið. „Já, ég held það. Ég er sjálfur með ADHD og þetta fúnkerar mjög vel. Við erum á svo mörgum stöðum og dagurinn getur sífellt breyst, þú ert að fara að gera eitthvað og það getur breyst rétt eftir hádegi. Þá erum við komnir allt annað. Þeir sem eru með ADHD fatta ekki hraðann og finnst þetta ekkert mál, segja bara já ok! Förum og gerum þetta! Það er kannski helsti styrkleikinn“.

- Auglýsing -

Ofvirkir eru eindregið hvattir til að sækja um starf verkamanns hjá Hellulist í sumar – smellið HÉR

Aðlögunarhæfni, dugnaður og drífandi framkvæmdir einkenna þannig oft starfshætti þeirra sem eru með taugaröskun á borð við ADHD. „Ég verð minna var við verkkvíða,“ svarar Gísli léttur í bragði. „Viðbrögðin hafa verið mjög góð og já, einhverjir hafa bent á þetta,“ segir hann ennfremur og segir undirtektir þeirra sem hafa rekið augun í orðalag atvinnuauglýsingar á rafræna starfatorginu Alfreð hafa farið fram úr björtustu vonum.

„Já, flestum þykir orðalagið geggjað. Það kom í ljós þegar við auglýstum starfið á þessari síðu. Fólk sendir okkur jafnvel ADHD greiningu sína með umsókn. Það gleður okkur.“

- Auglýsing -

Enn er mögulegt að sækja um starf verkamanns hjá þjónustufyrirtækinu Hellulist en áhugasamir geta skoðað auglýsinguna sem blasir við á rafræna starfatorginu Alfreð. Sem áður sagði eru ofvirkir hvattir til að sækja um, en ADHD þykir þó einungis kostur og er síður en svo skilyrði ef ætlunin er að hreppa fjölbreytilegt sumarstarf við jarðvinnu, hellulögn og yfirborðsfrágang á höfuðborgarsvæðinu í ár.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -