Aukin vanlíðan ungmenna – Aðgengi að fíkniefnum auðvelt

Deila

- Auglýsing -

 

Samantekt á misnotkun ungmenna á lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum fíkniefnum er sláandi en veruleg aukning er í komum á bráðamóttöku, sjúkraflutningum og alvarlegum slysum vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Í nýrri samantekt samtakanna Eitt líf kemur fram að verndandi þættir ungmenna eru að dala, á sama tíma og vanlíðan þeirra eykst og aðgengi að lyfjum og fíkniefnum er auðveldara en nokkurn tíma.

Verndandi þættir eru að dala

Niðurstöður rannsókna á meðal grunnskólanemenda sýna að verndandi þættir eins og góð andleg líðan, að foreldrar viti hvar börn þeirra séu á laugardagskvöldum, samverustundir með foreldrum og fleira eru að dala. Á sama tíma eru áhættuþættir eins og auðvelt aðgengi að lyfjum og fíkniefnum, vanlíðan og fleira að aukast. Kaup og sala hefur aldrei verið auðveldari og fer fram á samfélagsmiðlum, í appi og milli vina og kunningja.

Vanlíðan meðal ungmenna er áhættuþáttur, í dag er hún verri en nokkru sinni fyrr. Hátt í 40% tíundu bekkinga finna fyrir depurð vikulega eða oftar, 38% glíma við svefnerfiðleika og 17% segjast vera einmana mjög oft.

Samantekt Eitt líf má finna í heild sinni inn á vef samtakanna eittlif.is

Lestu umfjöllunina í heild sinni hérna: Komur á bráðamóttöku vegna fíkniefna og sterkra lyfja hafa aukist um 96,4%

- Advertisement -

Athugasemdir