Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Bæ bæ Bókabíll

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjálfur bókabíllinn í Reykjavík virðist orðinn vélarvana, enda leggur Borg­ar­bóka­safnið til að starf­semi bókabíls­ins Höfðingja verði lögð niður í drög­um að nýrri fjár­hags­áætl­un.

Borg­ar­bóka­safnið glímir við „mikla hagræðing­ar­kröfu og niður­skurð í fjár­hagsramma árs­ins“ og því hafi verið lagt til bóka­bíl­inn yrði lagður niður með öllu, segir Pálína Magnús­dótt­ir borg­ar­bóka­vörður í samtali við mbl.is.

Kemur fram að bóka­bíll­inn sé orðinn 22 ára; þyrfti að end­ur­nýja hann.

Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður.

Segir Pálína að slík endurnýjun myndi kosta um 100 millj­ón­ir króna, sam­kvæmt út­reikn­ing­um bókasafns­ins:

„Það var ekki á döf­inni að end­ur­nýja hann, alla­vega ekki í ár. En við erum búin að biðja um þetta í nokk­ur ár.“

Einnig segir Pálína að hug­mynd­in sé sú að ef bíl­inn yrði end­ur­nýjaður þá yrði reynt að end­ur­reisa starf­sem­ina; en málið er nú komið í hnút og ekki ljóst alveg strax hver örlög bílsins verða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -