Fimmtudagur 28. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Bændur sagðir leggja út hræ afsláttarhrossa: „Koma með ferðamenn til þess að skjóta heimskautaref“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leiðsögumaðurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson segir frá því að „á húnvetnskum heiðum er að verða til ný tegund ferðamennsku. Bændur leggja út hræ afsláttarhrossa sem þeir vakta með myndavélum og fylgjast með refum sem laðast að.“

Bætir þessu við:

„Svo koma þeir á vettvang með erlenda ferðamenn sem eru hingað komnir til þess að skjóta heimskautaref. Umhverfisstofnun veit af fjölgun í útgáfu veiðikorta til erlendra ferðamanna.“

Páll Ásgeir er á þeirri skoðun að það væri „meiri mannsbragur að því að liggja fyrir ref með myndavél að vopni. Löngu er tímabært að breyta lögum um veiðar á villtum dýrum, ekki síst til þess að banna grenjaveiðar sem hafa verið gerðar útlægar annars staðar.“

Segir að endingu:

„Refurinn á í vök að verjast víða á heimskautalöndum þar sem hlýnandi loftslag og ásókn annarra tegunda ógnar búsvæðum hans. Hér á Íslandi gæti hann átt griðland í stað þess að vera hundeltur af nátttröllum í bændastétt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -