Mánudagur 29. maí, 2023
9.8 C
Reykjavik

Bætur hagstæðari en sauðfjárrekstur: „Við höfum betra upp úr því að taka ekki fé“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Riðuveiki komst upp í sauðfé í Skagafirði síðari hluta ársins 2020; slátrun gripa hófst svo haustið 2021.

Atli Már Traustason er bóndi á Syðri-Hofdölum í Skagafirði; hann þurfti að slátra 670 gripum í desember árið 2020, eftir að riða greindist í aðkomuhrút á bæ hans.

Að slátrun lokinni var fjárhúsið þrifið frá toppi til táar; öllu komið í rétt og gott stand; úttekt gerð. Tvö ár þurfa síðan að líða þar til bændur mega hefja búskap aftur; samkvæmt þessu ættu flestir bændur í Skagafirði að geta tekið fé í haust; einhverjir virðast þó ekki ætla að ráðast í verkið nú.

„Staðan er einfaldlega þannig núna að við höfum betra upp úr því að taka ekki fé, og við höfum möguleika á því að framlengja um eitt ár, þannig að sú sorglega staða er uppi að ég reikna með því að við geymum það í ár og tökum ekki fé fyrr en þá haustið 2024,“ sagði Atli í samtali við RÚV.

Bændur er þurftu að slátra sauðfé sínu fá borgað líkt og þeir standi í fullum búrekstri;  kostnaður er vísitölutryggður; þannig að greiðsla til þeirra fylgir verðlaginu.

Atla sýnist sem svo að bændur í sveitinni virðist almennt vera á þeirri skoðun að fresta um ár að hefja búfjárrekstur aftur:

- Auglýsing -

„Þetta er náttúrulega bara eins og hver annar „business“ og þó maður glaður vildi nú fá fé aftur á líf í húsið þá verður maður samt að reyna úr því sem komið er að hafa sem skást út úr þessum samningi sem við gerðum.“

Atli nefnir einnig að mikla fjárfestingu þurfi ætli fólk að taka inn sauðfé á ný; duga förgunarbæturnar ekki nema upp í helming þess kostnaðar að kaupa nýjan bústofn; Atli þyrfti að borga um sjö milljónir til að kaupa sama eða svipaðan fjölda gripa.

„Svo náttúrlega tekur þetta örugglega einhver fjögur, fimm ár að ná upp einhverjum afurðum á búinu.“

- Auglýsing -

„Við hittumst tveir í gærkvöldi og vorum eiginlega sammála um það að þessi samningur sem okkur er gert að skrifa undir er í rauninni mjög góður starfslokasamningur. Það er mjög erfitt að fara inn í þetta aftur af fullu og eiginlega ekki gerlegt nema að vera með einhvern annan rekstur með til þess að taka þennan skell.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -