Miðvikudagur 5. október, 2022
5.8 C
Reykjavik

Bakslag hjá Guðmundi Felix – Líkaminn byrjaður að hafna höndunum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Því miður er útlit fyrir að líkami Guðmundar Felix Grétarssonar sé byrjaður að hafna höndunumm sem voru ágræddar á hann. Hann biður Íslendinga um að óttast hvergi því slík höfnun sé algeng og nú er hann í lyfjameðferð vegna hennar.

„Ég er mjög glaður með árangurinn. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Guðmundur Felix í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu.

Guðmundur Felix er sá fyrsti í heiminum til að fá grædda á sig handleggi annars manns og var það gert nákvæmlega 23 árum eftir að hann missti báða hendleggi sína í slysi. Nýlega birti hann myndir af höndunum sem líkaminn er nú byrjaður að hafna.

Guðmundur Felix upplýsir fylgjendur sína á Facebook reglulega um stöðu mála eftir aðgerðina. Fyrir klukkustund birti hann myndband þar sem hann greinir frá því að fyrir tveimur dögum tóku læknar eftir merkjum um höfnun líkamans á nýjum handleggjunum. Guðmundur biður fólk ekki að óttast.

„Það er sérstök lyfjameðferð til að meðhöndla þetta. Fyrir tveimur dögum byrjuðum við að sjá merki um höfnun líkamans á handleggjunum. Rauðir blettir byrjuðu að myndast á handleggjunum og í öllum tilvikum er þetta eitthvað sem algengt er að gerist fyrstu níutíu dagana. Líkaminn er að hafna handleggjunum en þetta var vitað að gæti gerst,“ segir Guðmundur í myndbandinu sem sjá má hér að neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -