Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Baksýnisspegill: 20 ár frá frumsýningu Hringadróttinssögu – Verðlaunuð tæplega hundrað sinnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tuttugu ár eru liðin frá frumsýningu kvikmyndarinnar The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring eða Hringadróttinssögu sem eru þríleikur einna vinsælustu kvikmynda fyrr og síðar.

Myndirnar eru byggðar á sögu eftir J. R. R. Tolkien sem komi út í þremur bindum árin 1954 og 1955. Bindin heita á íslensku Föruneyti hringsins, Tveggja turna tal og Hilmir snýr heim.
Hringadróttinssaga gerist í heimi sem höfundur skapaði en er sá heimur sá sami og í bókunum Hobbitinn, Silmerillinn og fleiri sem hafa allar verið þýddar á íslensku af Þorsteini Thorarensen.

Fyrsta kvikmyndin var frumsýnd þann 26. desember árið 2001 og fékk gríðarlega góða dóma.
Vann kvikmyndin fjögur óskarsverðlaun árið 2002 og var tilnefnd til níu.

Auk þess vann kvikvmyndin til fimm BAFTA verðlauna og fékk tilnefningu til annarra níu.
Þá hefur kvikmyndin unnið til 98 verðlauna og verið tilnefnd til verðlauna alls 152 sinnum.

Hringadróttinssaga: Föruneyti hringsins er ævintýramynd eins og þær gerast bestar. Sagan fjallar um Fróða Bagga sem fær upp í hendurnar hring. Reynist hringurinn máttbaugur myrkrahöfðingjans Saurons og verður því Fróði að tortíma hringnum.

Leggur hann af stað í ferð með vini sínum Sóma, Gandalfi, Aragorn, Legolas og Gimli. Þá slást einnig hobbitarnir Kátur og Pípinn með í förina sem er ekki hættulaus. Kvikmyndin er full af álfum, tröllum og galdrakörlum sem berjast gegn illum öflum.

- Auglýsing -

Samkvæmt einum vinsælasta upplýsingavef kvikmynda, IMDb er myndin í tíunda sæti yfir bestu myndir sem hafa verið gerðar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -