Föstudagur 20. maí, 2022
12.8 C
Reykjavik

Furðuleg uppákoma í Reykjavík: Fæddi barn grunlaus um eigin þungun

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í baksýnisspeglinum í dag rifjum við upp ótrúlegt atvik frá árinu 2010 þegar 25 ára gömul kona fæddi barn sem hún átti ekki von á.

Konunni, sem var búsett í Reykjavík, byrjaði að líða einkennilega þann 29. nóvember er hún var stödd heima hjá sér. Þegar hún brá sér á salernið uppgötvaði hún hvers kyns var og að hún væri í raun að eiga barn. Hafði hún gengið með barnið í níu mánuði en þrátt fyrir það verið grunlaus um þungunina.

Eginn tími gafst til þess að fara upp á spítala eða fæðingardeild og því enga aðstoð lækna eða ljósmæðra að fá en konan var þó ekki ein þegar hún fæddi barnið.

Konan kallaði á meðleigjanda sinn, 26 ára karlmann, sem var sem betur fer staddur heima á þessum tímapunkti. Aðstoðaði hann vinkonu sína við fæðinguna og klippti einnig á naflastreng barnsins er það kom í heiminn, heilbrigð stúlka.

Sögðu foreldrar nýbökuðu móðurinnar í viðtali við fjölmiðla að fæðingin hefði verið kraftaverk og heilsaðist mæðgunum báðum vel. Móðirin, sem er ættuð að austan, hafði fljótlega farið með litlu dótturina austur til fjölskyldunnar þar sem þær dvöldu yfir jólin. Eftir þennan dásamlega, en óvænta atburð, hafi móðirin sýnt yfirvegun og grínast örlítið með fæðinguna á Facebook-síðu sinni. Þar sagðist hún hafa verið ólm í að fjölga íbúum í litla bænum þaðan sem hún var ættuð.
Þá greindu fjölmiðlar frá því að hve ótrúlegt það væri að ekki hefði sést á konunni að hún gengi með barn því hún var fremur grannvaxin.

Reyndur fæðingarlæknir sagði sama ár að hans tilfinning væri sú að atvik sem þetta gerðist um það bil einu sinni á ári. Hann undirstrikaði þó að mat hans væri aðeins byggt á tilfinningu hans en ekki rannsóknum.
Þá eru hið minnsta tvö þekkt dæmi hér á landi þar sem konur hafa fætt börn grunlausar um eigin óléttu. Önnur þeirra eignaðist barn í framhaldsskóla á landsbyggðinni fyrir um 35 árum. Þá átti önnur fæðing sér stað á salerni líkt og sú sem sagt er frá í baksýnisspeglinum.
Ekki er vitað hvar mæðgurnar eru niðurkomnar í dag en þessi merkisdagur gleymist líklega seint.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -