Þriðjudagur 3. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Baldur er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Baldur Óskarsson, framkvæmdastjóri og kennari, lést á Hrafnistu 18. nóvember síðastliðinn, 83 ára að aldri.

Baldur fæddist 26. desember árið 1940 í Vík í Mýrdal þar sem hann ólst upp. Foreldrar hans voru hjónin Óskar Jónsson, þingmaður og starfsmaður Kaupfélags Skaftfellinga, og Katrín Ingibergsdóttir húsmóðir. Morgunblaðið sagði frá andláti hans og lífshlaupi.

Baldur  varð ungur forystumaður Sambands ungra framsóknarmanna og erindreki Framsóknarflokksins. Síðar lá leið hans í Möðruvallahreyfinguna sem stofnuð var 1973 og skrifaði hann samnefnda bók um hreyfinguna. Hann varð síðar framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins og sat sem þingmaður á Alþingi fyrir flokkinn um tíma.

Hann var framkvæmdastjóri Sambands íslenskra bankamanna á tíunda áratugnum. Síðar varð hann kennari í Iðnskólanum í Reykjavík og Tækniskólanum, á árunum 1999 til 2010.

Baldur söng í Karlakór Reykjavíkur um árabil og í Óperukórnum.

Hann var mikill hestamaður og naut þess að spila brids.

- Auglýsing -

Eiginkona Baldurs var Hrafnhildur Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og leikari, þau skildu. Dætur þeirra eru Katrín Baldursdóttir blaðamaður, Ljósbrá Baldursdóttir forstjóri og Eva Baldursdóttir lögfræðingur. Eftirlifandi sambýliskona Baldurs er Anna K. Jónsdóttir lyfjafræðingur. Börn hennar eru Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Gunnlaug Þorvaldsdóttir, Jón Þórarinn Þorvaldsson og Hannes Þórður Þorvaldsson.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -