Mánudagur 23. maí, 2022
8.8 C
Reykjavik

Ballarin margbraut sóttkví vegna leynifunda- Bankastjóri hraktist í einangrun

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir margbraut sóttvarnarreglur þegar hún var hér á landi í kringum hlutfjárútboð Icelandair. Hún fór meðal annars á fund með stjórnendum Kvikubanka, á kaffihús og út að borða þrátt fyrir að eiga að vera í sóttkví. Talsmaður hennar segir brotin hafa verið vegna misskilnings.

Samkvæmt sóttvarnareglum eiga allir þeir sem koma til landsins að undirgangast tvær skimanir með fimm daga sóttkví á milli. Ballarin og Gunnar Steinn Pálsson, talsmaður hennar, brutu þær reglur er þau fóru saman á kaffihúsið Te & kaffi í Borgartúni og þau fóru einnig út að borða á La Primavera veitingastaðnum. Þá fóru þau líka saman á fund með stjórnendum Kvikubanka, þeim Marínó Erni Tryggvasyni forstjóra og Ármanni Þorvaldssyni aðstoðarforstjóra. Marínó Örn þurfti að fara í sóttkví eftir að í ljós kom að Ballarin var sjálf að brjóta sóttkví með því að mæta til fundar í bankanum. Ármann þurfti ekki í sóttkví því hann hafði áður smitast af Covid-19 og var því með uppáskrifað ónæmi frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni.

Í samtali við Mannlíf staðfestir Ármann að fundurinn hafi farið fram að ósk Ballarin og Gunnars Steins. „Það er ekkert leyndamál að við hittum hana. Ég get staðfest að hún óskaði eftir fundi þar sem hún var að forvitnast um útboðið. Okkur var ekki ljóst á þeim tímapunkti að hún ætti að vera í sóttkví. Eftir á þurftum við því að grípa til viðeigandi ráðstafana,“ segir Ármann.

Þar af leiðandi fórum við Michelle saman bara hingað og þangað um bæinn

Gunnar Steinn segist aðspurður ekki geta staðfest alla dagskrá fjárfestisins en hún hafi vissulega farið viða til að kanna landslagið í kringum Icelandair og möguleikana í stöðunni. „Kvikubanki er einn hluti af þessu og ég þekki strákana þar vel. Við vorum bæði í góðri trú þegar á fundina var farið. Lögmaður hennar hér á Íslandi hefur tekið á sig þennan misskilning og þar af leiðandi fórum við Michelle saman bara hingað og þangað um bæinn,“ segir Gunnar Steinn.

Gunnar Steinn Pálsson

Koma Ballarin til landsins og þátttaka hennar í hlutafjárútboðinu reyndist hins vegar brotlending. Tilboði hennar var alfarið hafnað en lögmaður hennar hér á landi hafði enn ekki fengið staðfestingu á því hins vegar þegar Mannlíf ræddi við hann.

Ballarin flaug af landi brott eftir að tilboði hennar í Icelandair var hafnað. Samkvæmt heimildum Mannlífs fór hún krókaleið heim til Bandaríkjanna um Evrópu. Hún hugðist kaupa kjölfestuhlut fyrir sjö milljarða króna í Icelandair en var hafnað þar sem hún þótti ekki geta sýnt fram á getu til að standa við tilboðið. Samkvæmt heimildum Mannlífs vildi Ballarin verða stjórnarformaður Icelandair. Viðræður milli hennar og stjórnenda Icelandair um samstarf stóðu yfir undanfarnar vikur.

- Auglýsing -

Stjórn Icelandair hafnaði hins vegar tilboði Ballarin sem hljóðaði upp á sjö milljarða króna. Þátttöku Ballarin í hlutafjárútboði Icelandair er því lokið. Í ljósi viðskiptasögu Edwards hér á landi þykir ljóst að umsjónaraðilar útboðsins hafa beðið athafnakonuna um staðfestingu á greiðslugetu og þær tryggingar virðist hún ekki hafa getað veitt.

Ballarin keypti eignir WOW air úr þrotabúi félagsins og lagði í gær fram sjö milljarða tilboð í hluti Icelandair. Ballarin var hins vegar hafnað og hún flogin af landi brott. Páll Ágúst Ólafsson lögmaður hefur sinnt málefnum Ballarin í útboðsferlinu. Í samtali við Mannlíf sagðist hann ekki hafa fengið formlega höfnun frá Icelandair vegna tilboðsins. „Við vitum ekkert annað en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum. Ég er ekki tilbúinn til að trúa því fyrr en ég tek á því að tilboðinu hafi verið hafnað alfarið,“ segir Páll Ágúst.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -