• Orðrómur

Bandaríkjaher vill Austfirði: „Íslensk stjórnvöld eiga að vera málsvarar mýkri lausna“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Slík hugmynd hefur ekki verið rædd í utanríkismálanefnd og að mér vitandi ekki í ríkisstjórn; það væru þá a.m.k. pólitísk tíðindi, í ljósi þess hvaða flokkur stýrir forsætisráðuneytinu,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, um þá  hugmynd að Bandaríkjaher snúi aftur til Íslands til varanlegrar veru.
Morgunblaðið  segir frá þessu í dag og vitnar til bandaríska flotaforingjans Robert Burke sem telur nauðsynlegt að Ísland verði einskonar fótspor Bandaríkjahers. Hershöfðinginn sá Austfirði helst fyrir sér sem herstöð.
Logi segir að Íslendingar hafi ákveðnum skyldum að gegna vegna veru okkar í NATÓ en engin slík beiðni hafi borist bandalaginu að honum vitandi.
„Íslensk stjórnvöld eiga að vera málsvarar mýkri lausna innan Nato. Talsmenn mikillar og friðsamlegrar samvinnu á alþjóðavettvangi og afvopnunar frekar en að taka undir með þeim sem telja ævinlega bestu leiðina að hervæðast. Sem betur fer langur vegur frá því að svona hugmynd fæðist í kollinn á bandarískum flotaforingja þar til hún yrði samþykkt af sjálfstæðri þjóð,“ segir Logi.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -