Fimmtudagur 22. september, 2022
7.8 C
Reykjavik

Bangsahátíð í Reykjavík: „Við skiljum líkamsskömmina eftir heima“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Bangsafélagið stendur fyrir árlegri hátíð félagsins Reykjavík Bear nú um helgina. Um 60 erlendir gestir eru á hátíðinni auk milli 70 – 100 bangsa sem búa á Íslandi.

Bangsafélagið er hagsmunafélag Samtakanna ’78 og félagsskapur bangsa (e. Bears). Bears on Ice hátíðin var fyrst haldi árið 2005 en árið 2019 var nafni hátíðarinnar breytt í Reykjavík Bear.

Reykjavík Bear stendur yfir í fjóra daga með nokkrum fjölda skemmtana en þar á meðal eru heimsókn í Bláa lónið, ferð um Gullna hringinn, bangsabrunch og bangsapartý öll kvöldin.

Í kvöld er risapartý  á Gauknum þar sem gestir eru hvattir til að fara úr að ofan (e. Top off! Party) og DJ Mighty Bear þeytir skífum, og á morgun fara bangsarnir í Bláa lónið líkt og hefur verið gert á liðnum hátíðum. Síðan er búið að skipuleggja bangsabrönsj og fleiri bangsapartý á meðan hátíðin stendur yfir.

Allir eru velkomnir á Reykjavík Bear sís, trans eða kynsegin og alveg sama hvernig fólk lítur út en líkamsskömm verður að skilja eftir heima.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -