2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Bara fyrir stelpur?

Linda Björg Árnadóttir skýtur föstum skotum á bloggara á Trendnet.

„Er trendnet bara fyrir stelpur,“ spyr Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar LHÍ, í athugasemd sem hún setur fram á Facebook-síðu tísku-, hönnunar- og lífsstílsbloggsins Trendnet. Tilefnið er grein sem Fanney Ingvarsdóttir deilir á síðunni og fjallar um heimsókn hennar í verslunina Yeoman við Skólavörðustíg, en greinin hefst á því að hún ávarpar lesendur sína í kvenkyni með eftirfarandi orðum: „Ég held að við könnumst nú langflestar við íslensku hönnunina Hildur Yeoman.“

Þetta kemur Lindu greinilega torkennilega fyrir sjónir því í athugsemdinni endurtekur hún: „Langflestar?“ og bætir við fyrrgreindri spurningu. Ekki stendur á viðbrögðum hjá Fanneyju, sem svarar að bragði: „Alls ekki. Yeoman er hinsvegar ekki með flíkur fyrir karlmenn svo þess vegna orðaði ég þetta svona.“ Linda Björg er hins vegar hvergi nærri af baki dottin og skrifar:  „Þannig að strákar sem hanna kvenfatnað eða ganga í kjólum eða kærastar eiga ekki að lesa þetta?“ Fanney virðist ekki sjá ástæðu til að svara þessu.

Myndatexti: Linda Björg Árnadóttir gerir athugasemd við greinaskrif Fanneyjar Ingvarsdóttur. Mynd / Heiða Helgadóttir

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is