Brosmildi baráttumaðurinn Gunnar Karl var aðeins 26 ára: „Gott að finna að maður er ekki einn“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Gunnar Karl Haraldsson, kennaranemi baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks er látinn aðeins 26 ára gamall. Hann lést í morgun eftir baráttu við krabbamein.

Vísir greindi frá og vísaði í tilkynningu fjölskyldu Gunnars Karls á Facebook. Gunnar Karl er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Frá unga aldri glímdi hann við taugasjúkdóm og þurfti því alla tíð að synda á móti straumnum. Ítrekað þurfti Gunnar Karl að gangast undir aðgerðir á fæti, hrygg og mjöðm. Þegar hann var sautján ára var vinstri fótur hans tekinn af við hné.

Það var svo fyrir ríflega tveimur árum síðar sem Gunnar Karl fékk blóðtappa í lungun og fór í hjartastopp í 26 mínútur. Hann hafði þá nýlokið prófum við Háskóla Íslands. Þrátt fyrir hjartastoppið útskrifaðist Gunnar Karl með BA-gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði um vorið.

Allt það mótlæti sem Gunnar Karl glímdi við kom aldrei í veg fyrir jákvæðni hans og brosmildi. Hann var vinamargur og lét erfiðleikana aldrei stöðva sig. Gunnar Karl var virkur í félagsstörfum og stoltur af heimabænum Vestmannaeyjum.

Í lok síðasta árs dundi enn eitt áfallið yfir þegar Gunnar Karl greindist með illkynja æxli. Hann mætti því verkefni af krafti eins og öðrum erfiðleikum sem hann þurfti að glíma við. Krabbameinið hafði þó sigur að lokum. Þann 5. febrúar síðastliðinn ritaði Gunnar Karl færslu á Facebook til að vekja athygli á baráttunni við þennan erfiða sjúkdóm.

„Saman getum við vakið athygli á því hversu marga krabbamein snertir á einn eða annan hátt. Það er svo gott að sjá́ og finna að maður er ekki einn. Lífið er núna! og muna að njóta!“ sagði Gunnar Karl.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -