Föstudagur 23. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Bardagaklúbburinn Mjölnir í tapi: – Róbert ekki lengur hluthafi og lét loka bardagaherbergi UPPFÆRT

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Róbert Wessman, stjórnarformaður Alvotech, er horfinn úr hluthafahópi bardagaklúbbsins Mjölnis ef marka má umfjöllun Viðskiptablaðsins nýlega, sem greinir frá eigendabreytingum hjá einkahlutafélaginu Öskjuhlíð ehf. Lyfjaforstjórinn var kynntur til leiks sem nýr hluthafi í félaginu á árinu 2017 ásamt Arnari Gunnlaugssyni, þegar Öskjuhlíð ehf. gerðist 31,2 prósent hluthafi í bardagaklúbbnum, eftir því sem visir.is greindi frá. Nú hefur Jóhann Jóhannsson, starfsmaður Alvogen, tekið við félaginu Öskjuhlíð ehf og er þar skráður eigandi. Jóhann hefur komið víða við sögu þar sem um er að ræða fasteignir Róberts. Hann hagnaðist til að mynda um 20 milljónir króna í sumar þegar félag í hans eigu eignaðist einbýlishús Róberts á Arnarnesinu og seldi það skömmu síðar, líkt og Mannlíf greindi frá. Arnar Gunnlaugsson er einnig horfinn úr hluthafahópnum og Ásgeir Kolbeinsson athafnamaður er nú orðinn stjórnarmaður í Öskjuhlíð ehf.

Wessman One 

Rekstur Mjölnis hefur verið erfiður undanfarin ár. Á síðasta ári tapaði félagið 13 milljónum króna líkt og Viðskiptablaðið greindi frá. Bókfært neikvætt eigin fé er um 24 milljónir króna. Mannlíf greindi frá því á síðasta ári að Róbert hefði um tíma flutt inn kampavínið Wessman One í gegnum bardagaklúbbinn og selt til veitingastaða. Það mun einnig hafa verið á boðstólnum á fyrirtækjaviðburðum Alvotech og Alvogen. Lára Ómarsdóttir talsmaður Róberts greindi frá því í samtali við Stundina á síðasta ári að fyrirtækin fengju 50 prósent afslátt af kampavíni forstjórans. Hún bætti við að Róbert væri ekki síðra vörumerki en Alvogen og forstjórinn í raun stærra nafn í lyfjageiranum en fyrirtækið sjálft. Sala kampavínsins er sögð hafa verið dræm hér á landi.

„Hluthafar hafa því verið ánægðir með að bjóða upp á vínin sem eru margverðlaunuð og í hæsta gæðaflokki“, bætti Lára við í samtali við Stundina.

Bardagaherberginu lokað

Róbert hefur lengi verið áhugamaður um bardagaíþróttir og hefur meðal annars verið fjárhagslegur bakhjarl Gunnars Nelson undanfarin ár.

Gunnar Nelson.

Hann lét innrétta bardagaherbergi í starfsstöðvum Alvogen og Alvotech, þar sem starfsmönnum stóð til boða að æfa undir handleiðslu þekktra bardagamanna. Herbergið mun hafa verið innréttað með helstu tækjum og búnaði til bardagakennslu og þar var einnig ýmis önnur heilsurækt í boði fyrir starfsmenn, eins og yoga og spinning.  Samkvæmt heimildum Mannlífs var aðstöðunni lokað á síðasta ári, um svipað leiti og ásakanir samstarfsmanns um kýlingar á fyrirtækjaviðburði voru lagðar fyrir stjórn fyrirtækjanna. Mannlíf hefur ítrekað spurt Róbert hvort rannsókn lögmannstofunnar White & Case vegna háttsemi hans sé formlega lokið eða hvort hún sé enn í gangi. Hvorki Róbert né talsmaður hans hafa viljað svara þeim spurningum.

- Auglýsing -

Rifbeinsbrotnaði eftir bardaga

Róbert þótti vera efnilegur bardagamaður og æfði um nokkurt skeið taekwondo undir handleiðslu reyndra þjálfara. Í bardagaherberginu, sem var opið um langt skeið, með einhverjum hléum þó, voru stundum bardagar við samstarfsmenn. Á einni æfingunni varð Róbert fyrir því óhappi að brjóta nokkur rifbein. Það var Bjartur Shen, framkvæmdastjóri hjá dótturfélagi Alvogen í Asíu, sem olli slysinu, en hann mun vera afar sterkur bardagamaður. Róbert náði sér fljótt af meiðslunum.

Fréttin hefur verið uppfærð þar áréttað er um eignarhald á bardagaklúbbnum í gegnum Öskjuhlíð ehf. Ábending barst frá Ómari Valdimarssyni lögfræðingi Róberts Wessman varðandi eignarhald Floka Invest á bardagaklúbbnum Mjölni. Umfjöllun Mannlífs byggir á þvi að breyting hafi orðið á eignarhaldi Öskjuhlíðar ehf sem gerðist eigandi í klúbbnum á árinu 2017 og vísað er til nýlegrar fréttar Viðskiptablaðsins um málið og fréttar visir.is frá árinu 2017. Ábendingum Ómars er hér komið á framfæri um að ekki hafi orðið breytingar á fjárfestingum Flóka Invest í Mjölni. Mannlíf þekkir ekki eignarhald Floka Invest en ábending Ómars tengist væntanlega því að Róbert sé þar að baki sem einn af eigendum. Rétt er þó að taka fram að Flóki Invest var hvergi nefnt sem eigandi í tilkynningu Mjölnis á árinu 2017. Fyrsta málsgrein fréttarinnar hefur verið uppfærð og sérstaklega tekið fram að eigendabreytingar eigi við Öskjuhlíð ehf. Lára Ómarsdóttir vill koma því á framfæri að Róbert hafi ekki rifbeinsbrotnað í höfuðstöðvum fyrirtækisins heldur úti í bæ, 

- Auglýsing -

Fyrirvari 1: Róbert Wessman hefur verið kærður til lögreglu fyrir aðild og yfirhylmingu í tengslum við innbrot á skrifstofur Mannlífs. Honum hefur margsinnis verið boðið að tjá sig um þessi mál í Mannlífi, en ekki orðið við áskoruninni.

Fyrirvari 2: Ritstjóri Mannlífs vinnur að heimildabók um Róbert sem að hluta til er fjármögnuð af félagi sem er í eigu fyrrverandi samstarfsmanns auðmannsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -