2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Barlow bætist í hóp Íslandsvina: Deilir fyrstu ljósmynd sinni af landinu

Söngvarinn Gary Barlow er nú kominn í fríðan hóp Íslandsvina, en hann er staddur hér á landi í sjö daga.

Samkvæmt Instagram-síðu hans er ferðalagið hugsað til að geta skrifað lagatexta í ró og næði og taka ljósmyndir, en Garlow segir spenntastur fyrir heilum degi í að taka ljósmyndir undir dyggri handleiðslu ljósmyndarans Benjamin Hardman.

„Á sama tíma og ég tek nokkrar frábærar ljósmyndir vonast ég til að læra af goðsögninni sem Hardman er,“ skrifar Barlow og bætir við að það sé nauðsynlegt að eiga áhugamál og viðfangsefni fyrir utan tónlistina. „Það hjálpar til við að halda hlutunum ferskum. Sérstaklega þegar unnið er að heilli plötu. Það er auðvelt að týnast niður kanínuholuna,“ segir hann og vísar þar til Lísu í Undralandi.

AUGLÝSING


Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Barlow hefur heimsótt Ísland því árið 2006 kom hann ásamt félögum sínum í hlljómsveitinni Take That og tók upp myndband lagsins Patience.

„Dagurinn var þéttsetinn og við sáum í raun ekki mikið af Íslandi.“

Ljóst er að Barlow ætlar að sjá meira af landinu í þessari ferð og mynda um leið. Og lofar hann að pósta myndum sínum á Instagram. Sú fyrsta þeirra var birt í dag og á meðal þeirra sem skilið hafa eftir athugasemd við myndina er Ronan Keating, forsprakki hljómsveitarinnar Boyzone.

Núna í morgunsárið deildi Barlow síðan næstu mynd af Íslandi.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is