• Orðrómur

Barnagæslan týndi Anítu í Smáralind og foreldrarnir fengu áfall: „Starfsmenn ypptu bara öxlum“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -
„Í panikki hleyp ég og konan mín um Smáralind að leita af barninu okkar og starfsmenn barnagæslunnar gerðu ekki handtak á meðan,“ skrifar Brynjar Þór Sigurðsson um átakanlega reynslu fjölskyldunnar af því að kaupa gæslu fyrir barnið sitt í Smáralind.
Þegar þau komu í Smáralind fékk dóttir þeirra, Aníta fædd 2017, að fara í barnagæsluna sem Smárabíó rekur. Hjónin greiddu fyrir gæslu í klukkutíma.
„Við fórum í góðri trú að hún væri örugg. Klukkustund síðar komum við og ætluðum að bjóða henni að vera lengur. Þegar ég er búinn að borga tekur Brynja Hjördís eftir að skórnir hennar væru ekki þarna. Fer ég og leita í þessum leikkastala sem er þarna og finn hana ekki. Starfsmenn ypptu bara öxlum,“ skrifar Brynjar.
Hjónin hringdu á lögregluna sem kom fljótt en leiðbeindi þeim við að finna öryggisverði .
Þeim til léttis komu skilaboð frá þjónustuborði Hagkaups um að barnið hefði fundist í versluninni.
„Eftir stutt „spjall“ við barnagæsluna kom lögreglan sem tók af okkur skýrslu. Hvað ef hún hefði ekki farið í Hagkaup? Hvað ef hún hefði hlaupið út í umferðina. Erum komin heim með hana og erum að róast þar sem við vorum í vægu taugaáfall eftir þetta,“ skrifar Brynjar og spyr hvort ekki væri rétt að  taka gæsluna til bæna eða einfaldlega loka. Næsta barn verði kannski ekki eins heppið og Aníta.
„Þetta bara má ekki gerast aftur,“ skrifar Brynjar.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -