Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpbarnabarni sínu. Hann var sakfelldur fyrir að hafa í nokkur skipti frá árinu 2018 þar til málið komst upp í fyrrasumar látið stúlkuna fróa sér. Hann var einnig gómaður með barnaklám í tölvum og farsíma. Maðurinn er ekki nafngreindur í dómi.
Athygli vekur hvernig málið komst upp. Stúlkan hafi verið að halda upp á afmæli sitt í Ævintýralandi í Kringlunni. Þar hafi hún meitt sig og faðir hennar hafi verið að hlúa að henni þegar hún segir skyndilega að hún hafi „snert typpi afa síns“.
Í dómi segir svo: „Stúlkan hafi sagt að afi kallaði alltaf á hana þegar hann væri að skipta um föt og léti hana þá snerta typpið á sér og gera ,,upp og niður.“ Stúlkan sagði föður sínum að þetta hefði gerst oftar en einu sinni en hún héldi að amma sín vissi ekki af þessu. Stúlkan bað föður sinn að segja ekki X afa frá þessu því þá yrði hann leiður“
Stjúpafinn neitaði ávallt sök en strax í upphafi fannst á síma hans viðbjóðslegt barnaklám. „Við skoðun á öðrum símanum fannst myndskeið þar sem sjá mátti klístrað sæði á kynfærum og rassi ungrar stúlku sem lá í sófa með grágrænu yrjóttu munstri. Lögreglan framkvæmdi síðan húsleit að […], […], […]2019 m.a. í því skyni að athuga hvort þar væri að finna sófa eins og sást á myndskeiðinu en svo reyndist ekki vera.“
Skýringar hans á þessu og öðru efni voru ekki trúðverðugar. Í dómi segir: „Síðan sagði hann að hann væri nú bara venjulegur maður og myndi stundum horfa á klám í símanum og stundum væri bara nóg að horfa þar á fallegar konur. Hann neitaði því að hafa horft á barnaklám en stundum kæmu upp svoleiðis síður þegar hann væri að horfa á klám en hann hafi ekki horft á barnaklám.“
Síðar komst hann svo að orði: „Ákærði kvaðst ekki laðast kynferðislega að börnum heldur sneri kynhneigð hans 90% að konum frá 18 til 70 ára.“
Framburður stúlkunnar var á hinn boginn talinn mjög trúverðugur. Auk fyrrnefndrar fangelsisvistar þarf þessi afi að greiða stjúpbarnabarni sínu eina og hálfa milljón króna í miskabætur.
Dómurinn yfir manninum er sem fyrr segir óskilorðsbundinn en auk þess var honum gert að greiða stjúpbarnabarni sínu eina og hálfa milljón króna í miskabætur. Þá var honum gert að greiða laun verjanda síns, 1,6 milljónir króna og þóknun réttargæslumanns, 700 þúsund krónur.