Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Bassaleikarinn Grímur Atlason: „Svo rak hún alla út og ég fór að gráta fyrir framan öll börnin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grímur Atlason, tónlistarmaður á 51 ár afmæli í dag. Grímur er giftur alþingiskonunni Helgu Völu Helgadóttur og saman eiga þau 2 börn en Grímur á son úr fyrra sambandi.

Grímur hefur baukað við eitt og annað um ævina, meðal annars menntað sig í þroskaþjálfun, unnið sem bæjarstjóri Bolungarvíkur, sveitastjóri Dalabyggðar og verið framkvæmdarstjóri Iceland Airwaves. Þá hefur hann einnig verið bassaleikari í ýmsum rokkhljómsveitum, ber helst að nefna Dr. Gunna, Unun, Drep og Grjóthrun í Hólshreppi. Nú starfar Grímur sem framkvæmdarstjóri Geðhjálpar.

Grímur opnaði sig upp á gátt nýlega í viðtali við Sigmar Guðmundsson í þættinum Okkar á milli á Rúv. Þar sagði hann meðal annars frá afar erfiðri æsku sinni. Ein minning stendur enn í honum.

„Ég kem í nýjan skóla átta ára og býð í afmælið mitt þegar ég varð níu ára. Allir að kynnast Grími og voða gaman. Klukkan er sex að kvöldi og bara fimmtudagur. Þá kemur mamma heim drukkin. Hún fer að dansa og verður mér til skammar. Svo rak hún alla út og ég fór að gráta fyrir framan öll börnin. Þetta var alveg ferlegt, að hugsa um svona. Það voru endalausar svona uppákomur … Þarna bjó ég hjá ömmu minni og hún kom bara þarna. Ég var aldrei hólpinn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -