Föstudagur 19. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Bauð 12 ára barni greiðslu fyrir kynferðislegar myndir: „Óhugnanlegt og hryllilegt“

„Við höfum heyrt af mörgum málum þar sem fullorðið fólk tælir börn og reyna að lokka þau inn í svona aðstæður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tólf ára barn fékk senda verðskrá yfir kynferðislegar myndir frá fullorðnum íslenskum karlmanni. Barnið lét vita af þessu og tilkynnti málið til lögreglu en frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV. Þar kemur þar að tugir sambærilegra mála hafa verið tilkynnt frá því í síðastliðnum desember en að þetta sé yngsta barnið sem lögregla viti til að reynt hafi verið að krefja um kynferðislegar myndir.

„Þetta er náttúrulega óhugnanlegt og hryllilegt,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. „Við höfum heyrt af mörgum málum þar sem fullorðið fólk tælir börn og reyna að lokka þau inn í svona aðstæður, bæði gegnum tölvuleiki og samfélagsmiðla.

Við höfum heyrt af mörgum málum þar sem fullorðið fólk tælir börn og reyna að lokka þau inn í svona aðstæður, bæði gegnum tölvuleiki og samfélagsmiðla. Það eru fjölmörg dæmi um slíkt“

Í samtali við fréttastofu RÚV segir Ævar Pálmi að athæfi af þessu tagi uppgötvast oft þegar foreldrar taka eftir óvenjulegum greiðslum í greiðsluöppum barna sinna, að mikið sé þrýst á börn sem skrá sig inn á samfélagsmiðlana Instagram, TikTok, Snapchat og Omeagle.

„Það er mikilvægt að fræða og bregðast við þessu, ekki endilega hræða. Það er mikilvægt fyrir foreldra barna að bregðast við með uppbyggilegum hætti,“ segir Ævar Pálmi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -