- Auglýsing -
„Fimmtán ára gömul, árið 1975, lögðu Hellen Linda Drake og yngri systir hennar fram kæru á hendur þáverandi lögreglumanni, stjúpföður þeirra, vegna kynferðisbrots,“ segir Aldís Schram sem þekkir vel til mála Hellen Lindu Drake, sem betur er þekkt undir nafninu Baugalín.
Aldís segir að „varðstjóri lögreglunnar í Reykjavík, stakk skýrslunni undir stól“ og bætir við:
„Þessi glæpur Björns Sigurðssonar varðstjóra, sem hann opinberlega játaði árið 2002 að hafa framið, var umræddum fórnarlömbum áfall á áfall ofan. Þær voru rændar réttlætinu og þar með bataferlinu, enda er viðurkenning á því að brot hafi verið framið, forsenda þess að þolandi kynferðisbrots fái meina sinna bót – sem og gerandinn.“
Aldís segir að „Linda, útskúfuð af eigin móður og stórfjölskyldunni, flúði land og settist að í Englandi, þar sem hún nú, ein og óstudd, berst við krabbamein.
Lögum samkvæmt hefði þetta refsiverða brot varðstjórans átt að sæta rannsókn í kjölfar þess að það var gert opinbert og hann í það minnsta átt sæta áminningu vegna brots í starfi.“
Hún segir einnig að „með réttu hefði átt að taka upp málið og láta gerandann sæta ákæru en fyrningarákvæði laga þessa lands varna þeim systrum þess og þar með halda hlífiskildi yfir barnaníðingum.“
Að mati Aldísar er „þessi sorgarsaga sem hetjan Linda segir í bók sinni Launhelgi lyganna, er sagan endalausa um hvernig hinir „vondu“ fá að komist upp með glæp sinn vegna allra hinna sem láta hann viðgangast. Leggjum Lindu lið.“