Þriðjudagur 19. mars, 2024
1.8 C
Reykjavik

Beðin afsökunar 50 árum síðar: „Vöruðu hana við að hún yrði borin af sviðinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sacheen Littlefeather, sem er af Apache og Yauqui-ættum var loks beðin afsökunar af bandarísku kvikmyndaakademían, eftir 50 ára bið.

Marlon Brando vann til Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Guðföðurnum, en hann bað Littlefeather um að afþakka verðlaunin fyrir hans hönd. Brando bað hana að gera þetta fyrir sig í ljósi þeirrar illu útreiðar sem innfæddir Ameríkumenn hefðu mátt þola í bandarískum kvikmyndum. Þegar hún tók á móti verðlaununum voru hróp gerð að henni.

Í salnum á þessum tíma mátti heyra hávært baul og klapp í salnum eftir að Littlefeather lauk máli sínu. Þá hafði Brando samið fimmtán blaðsíðna ræðu, en starfsmenn hátíðarinnar vöruðu hana við að hún yrði borin af sviðinu talaði hún lengur en 45 sekúndur.

Sýndi aðdáunarvert hugrekki

Akademían sendi Littlefeather afsökunarbréf í júní en greindi frá efni þess í dag. Þar segir að þau hrakyrði og árásir sem hún mátti þola vegna yfirlýsingarinnar hafi verið óréttmæt og ástæðulaus.

Akademían segir Littlefeather hafa sýnt aðdáunarvert hugrekki, en ekki notið verðskuldaðrar virðingar fyrir.

- Auglýsing -

Sömuleiðis baðst Akademían afsökunar á þeim áhrifum sem framferði gesta við hátíðina 1973 og að henni lokinni hefði haft á líðan hennar og kvikmyndaferil.

Littlefeather sagði frá því nokkru eftir atvikið að öryggisverðir hefðu haldið vestrastjörnunni John Wayne frá því að ráðast á hana. Það atvik hefur nýlega verið borið saman við kinnhestinn sem Will Smith veitti Chris Rock á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár.

Kynþáttafordómar innan kvikmyndaiðnaðarins

Littlefeather segist eiga ættir að rekja til þolinmóðs fólks og segir stórkostlegt hve mjög viðhorfið hefur breyst á þessum fimmtíu árum, þegar hún er spurð út í þann langa tíma sem leið uns afsökunarbeiðnin barst, segir í The Guardian.

- Auglýsing -

Nýtt kvikmyndasafn í Los Angeles opnaði fyrir tæpu ári þar sem áætlað er að sýna allar hliðar kvikmyndasögunnar, meðal annars kynþáttafordóma sem hafa lifað innan kvikmyndaiðnaðarins. Við sérstaka athöfn í safninu, hefur henni verið boðið að taka til máls 17. september næstkomandi.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -