Fimmtudagur 2. febrúar, 2023
-0.2 C
Reykjavik

Bendir á ósamræmi hjá ráðherra: „Hvort tökum við mark á mánudags-Guðmundi eða þriðjudags-Guðmundi?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum blaðamaðurinn Jóhann Páll Jóhannsson benir á ósamræmi í málflutningi félags- og vinnumálaráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra

Gagnrýndi Guðmundur Ingi ráðherra í upphafi vikunnar stefnu dómsmálaráðherra, Jóns Gunnarssonar, í málefnum útlendinga hér á landi, en Jóhann Páll bendir réttilega á að á mánudaginn hafi sami Guðmundur Ingi virst vera mjög ánægður með útlendingastefnu ríkisstjórnar VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks:

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fer fyrir gífurlega umdeildu útlendingafrumvarpi þar sem reka á hátt í 300 útlendinga frá Íslandi, og eiga flestir að fara til Grikklands á götuna þar

„Á mánudaginn var Guðmundur Ingi hæstánægður með útlendingastefnu ríkisstjórnarinnar og gat hreinlega ekki setið undir gagnrýni á hana. Daginn eftir segist hann vera óánægður með vinnubrögð og nálgun ráðherrans sem fer með útlendingamál í ríkisstjórninni.“ ritar  Jóhann Páll um leið og hann vísar í frétt moggans þar sem Guðmundur Ingi sagði meðal annars:

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Mynd / Hákon Davíð Björnsson

„Hvers vegna er það sem Íslend­ing­ar hafa núna síðan árið 2018, og þá minni ég á þá staðreynd að Katrín Jak­obs­dótt­ir tók við sem for­sæt­is­ráðherra árið 2017, í sí­aukn­um mæli tekið á móti fleira og fleira fólki, svo mun­ar hundruðum? Það er já­kvætt. En samt þarf maður að sitja und­ir því að hér sé verið að gera minna en aðrir eða önn­ur lönd.“ sagði Guðmundur Ingi þá, en degi síðar sagði hann eftirfarandi þegar hann var spurður hvort algjör eining væri innan ríkisstjórnarinnar sem hann ásæti í:

„Nei það er ekki rétt, og ég gerði mjög alvarlegar athugasemdir við þá vegferð sem ráðherrann er á á ríkisstjórnarfundi í morgun.“

Það er því ekki nema von að Jóhann Páll spyrji nú hvað sé í gangi hjá Guðmundi Inga og nefnir einnig að honum þyki orð ráðherrans ekki vera af dýrari gerðinni ef engar aðgerðir fylgi.

- Auglýsing -

„Hvort eigum við að taka mark á mánudags-Guðmundi eða þriðjudags-Guðmundi? Mér líst betur á þann seinni. En orð eru ódýr ef aðgerðir fylgja ekki.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -