Sunnudagur 25. september, 2022
8.8 C
Reykjavik

Berglind 11 ára kveður Ágúst föður sinn í dag: „Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ágúst H. Guðmundsson, sjómaður, körfuboltaþjálfari og athafnamaður, verður borinn til grafar í dag en hann lést fyrir aldur fram á nýársdag. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju eftir hádegi. Hann var einungis 53 ára og lætur eftir eiginkonu og þrjú ung börn, það yngsta 11 ára. Hún kveður föður sinn í minningargrein þrátt fyrir ungan aldur.

Ágúst kallaði sig ávallt Patreksfirðing þó hann hafi flutt til Hafnarfjarðar ungur, enda var hann með sitthvorn fótinn í báðum bæjum. Á Patreksfirði stundaði hann sjómennsku öll sumur meðan körfuboltaferill hans hófst hjá Haukum í Hafnarfirði.

Hann flutti svo aftur til Akureyrar þar sem hann lék með Þór með góðum árangri. Síðar þjálfaði hann meistaraflokk Þórs um tíma og yngri flokka félagsins. Hann var vinsæll í því starfi enda sigursæll. Hann ásamt eiginkonu sinni stofnaði líkamsræktarstöðina Átak á Akureyri 2003 og ráku allt til ársloka 2017. Meðfram því hélt hann  áfram sjómennsku, var kokkur á Harðbak, þangað til hann stofnaði ásamt fleirum fyrirtækið Neptune í því skyni að gera út rannsóknarskip og þjónusta olíuiðnaðinn. Árið 2017 greindist hann með MND-sjúkdóminn skelfilega.

Sjá einnig: Fetaði veg jákvæðninnar til að takast á við áfallið

Rósa Guðmundsdóttir, listakona og systir Ágústar, bölvar þeim sjúkdómi sem felldi ungan bróður hennar. Hún mun geyma bróður sinn í hjarta sér að eilífu og hefði gefið allt til að bróður hennar hefði fengið lækningu.

Í viðtali við Mannlíf árið 2018 sagðist Ágúst hafa valið að fara leið jákvæðninnar þegar greiningin lá fyrir. „Ég held að ég hafi undanfarið ár hlegið meira en nokkru sinni, langt yfir landsmeðaltali og nýt þannig dagsins. Maður hefur val um að vera jákvæður eða ekki,“ sagði Ágúst þá.

- Auglýsing -

Tilefni viðtalsins var að um 300 manns ætluðu að hlaupa í nafni Ágústs í Reykjavíkurmaraþoninu. Þessi rúmlega 300 manna hlaupahópur safnaði yfir fimm milljónum króna fyrir málstaðinn. Ágúst var þakklátur:

„Það er ólýsanlegt að vita af þessum stuðningi. Vonandi er einhver tenging á milli þessa fjölda fólks við framkomu mína við það í gegnum árin. Ég tel að við öll eigum að leggja inn eins mikið af náungakærleik og frekast er kostur á okkar lífsleið því að við fáum það svo margfalt til baka þegar eitthvað bjátar á.“

- Auglýsing -

Það er því ekki furða að margir minnast Ágústs í Morgunblaðinu í dag. Sú stysta er þó jafnframt sú sorglegasta en hún er eftir Berglindi Evu litlu sem kveður föður sinn einungis ellefu ára gömul:

„Elsku besti pabbi. Ég man svo vel eftir því þegar við fórum saman í Monkey park á Tenerife og við sáum górillu og þú reyndir að æsa þig og lyftir höndum og horfðir lengi í augun á henni og þá stökk górillan á glerið og varð öskureið og við fórum í hláturskast á meðan en fólkinu sem var þar fannst þetta ekki jafn fyndið. Við hlógum lengi að þessu. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég elska þig. Þín Berglind Eva.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -