Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Berglind brjáluð út í Úrval-útsýn á Tenerife: „Eins og einhver hafi makað skít á gólfið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Berglind nokkur segir farir sínar ekki sléttar í viðskiptum við ferðaskrifstofuna Úrval-útsýn, ÚÚ, en hún er stödd á Tenerife sem stendur. Þar var hún sett inn á hótel sem hún segir einfaldlega vera „þvílíkan viðbjóð.“

Berglind segir frá upplifun sinni inni í fjölmennum hópi aðdáenda eyjarinnar fögru á Facebook, Tenerifetips!. Hún segir að hótelmyndirnar sem ÚÚ auglýsi séu ekkert í líkingu við raunveruleikann. Við skulum gefa Berglindi orðið:

„Við erum a hotel Oro negro og þetta er hótelherbergið sem við erum í. Það er full bókað svo ekki möguleiki að fa annað herbergi en þvílíkur viðbjóður. Það er eins einhver hafi mjakað skít á gólfið, flísarnar á gólfinu eru brotnar og mygla í öllu. Ég mæli ekki með þessu og maturinn er ekki goður. Myndirnar a uu.is lita mikið betur út en þetta,“ segir Berglind og heldur áfram:

Sem betur fer erum við ekki með börnin. Við förum a miðvikud heim svo það tekur þvi ekki að skipta úr þessu. Við allavega erum ekkert a hotelinu því það er skárra að vera úti bara i sólinni, ekki t.d a svölunum þar sem útsýnið er skítugt þak með sigóstubbum sem er hent niður af svölum fyrir ofan okkur.“

Fjölmargir meðlimir lýsa furðu sinni á herberginu sem Berglindi er boðið upp á. Áki er einn þeirra sem tjáir sig. „Viðbjóður,“ segir Áki.

Anna myndi aldrei láta bjóða sér þetta. „Djöfulsins skömm er að þessu,“ segir Anna. Bryndís veit hvað hún myndi gera í stöðunni. „Myndi heimta endurgreiðslu eða að fararstjórinn myndi redda ykkur öðru hóteli sem er við hæfi!,“ segir Bryndís.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -