Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Bergrún Íris, Jón Viðar og Sölvi Björn hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bergrún Íris Sævarsdóttir, Jón Viðar Jónsson og Sölvi Björn Sigurðsson hrepptu Íslensku bókmenntaverðlaunin sem Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson afhenti fyrr í kvöld á Bessastöðum.

Bergrún Íris hlaut verðlaun í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bókina Langelstur að eilífu. Útgefandi er Bókabeitan. Jón Viðar hlaut verðlaun í flokki fræðirita og bóka almenns efnis fyrir Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925 – 1965. Útgefandi er Skrudda. Sölvi Björn hlaut verðlaun í flokki fagurbókmennta fyrir Seltu – Apókrýfa úr ævi landlæknis. Útgefandi eru Sögur Útgáfa.

Verðlaunin eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda og nema einni milljón króna fyrir hvert verk. Verðlaunahafar fá auk þess afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripi hannaða af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans.

Að þessu sinni voru lagðar fram 135 bækur frá 36 útgefendum og 15 bækur í þremur flokkum fengu tilnefningu.

Tilnefndar bækur voru: 

Eftirfarandi bækur voru tilnefndar til verðlauna í flokki fræðirita og bóka almenns efnis:
*Jón Viðar Jónsson Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925 – 1965 Útgefandi: Skrudda
*Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Lífgrös og leyndir dómar – Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi Útgefandi: Vaka-Helgafell
*Páll Baldvin Baldvinsson Síldarárin 1867-1969 Útgefandi: JPV útgáfa
*Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir Jakobína – saga skálds og konu Útgefandi: Mál og menning
*Unnur Birna Karlsdóttir Öræfahjörðin – Saga hreindýra á Íslandi Útgefandi: Sögufélag

- Auglýsing -

Eftirfarandi bækur voru tilnefndar til verðlauna í flokki barna- og ungmennabóka:
*Arndís Þórarinsdóttir Nærbuxnanjósnararnir Útgefandi: Mál og menning
*Bergrún Íris Sævarsdóttir Langelstur að eilífu Útgefandi: Bókabeitan
*Hildur Knútsdóttir Nornin Útgefandi: JPV útgáfa
*Lani Yamamoto Egill spámaður Útgefandi: Angústúra
*Margrét Tryggvadóttir Kjarval – málarinn sem fór sínar eigin leiðir Útgefandi: Iðunn

Eftirfarandi bækur voru tilnefndar til verðlauna í flokki fagurbókmennta:
*Bergþóra Snæbjörnsdóttir Svínshöfuð Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa
*Bragi Ólafsson Staða pundsins Útgefandi: Bjartur
*Guðrún Eva Mínervudóttir Aðferðir til að lifa af Útgefandi: Bjartur
*Sölvi Björn Sigurðsson Selta – Apókrýfa úr ævi landlæknis Útgefandi: Sögur útgáfa
*Steinunn Sigurðardóttir Dimmumót Útgefandi: Mál og menning

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -