Þriðjudagur 23. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Berserkur á Bíldudal – Handtekinn í sama húsi tvo daga í röð að beita ofbeldi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á Vestfjörðum greinir frá því að nýverið hafi sami maðurinn brotið alvarlega af sér á Bíldudal. Fyrst var hann tekinn fyrir að rota annan mann en sama dag og honum var sleppt var hann mætur á vettvangi fyrri glæps. Þá var hann að hóta mönnum með hníf.

Lögreglan segir: „Að kveldi sunnudagsins 14. febrúar var lögregla kölluð að íbúðarhúsi á Bíldudal þar sem átök höfðu átt sér stað. Þegar lögreglu bar að var þar maður með áverka og skerta meðvitund. Annar karlmaður var á staðnum og var hann handtekinn og færður í fangageymslu á Patreksfirði, grunaður um að hafa verið valdur að árásinni. Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur með þyrlu LHG á sjúkrahús í Reykjavík. Hann reyndist síðar ekki með alvarlega áverka.“

Þeim grunaða var svo sleppt á mánudaginn en sama dag var hann handtekinn í sama húsi og áður. „Árásaraðilanum var sleppt lausum daginn eftir, mánudaginn 15. febrúar, eftir yfirheyrslu. Síðar sama dag var lögreglan aftur kölluð að sama húsi á Bíldudal vegna tilkynningar um að sami árásaraðili hafi ógnað tveimur aðilum með hnífi. Lögreglan fór á vettvang og yfirbugaði manninn og færði aftur í fangaklefa á Patreksfirði. Einnig var kona handtekin á staðnum, en hún hafði veist að lögreglunni og reynt að hindra handtöku árásaraðilans,“ segir í tilkynningu lögreglu.

„Bæði sátu þau í fangageymslu lögreglunnar þar til daginn eftir. Þeim var sleppt lausum að yfirheyrslu lokinni. Þau munu hafa bæði hafa verið við vinnu á Bíldudal. Mál fólksins er enn til rannsóknar hjá lögreglunni á Vestfjörðum.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -